Enski boltinn

Robert Green við Sarri eftir 6-0 tapið gegn City: Þú ert ekki með neitt plan B

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rob Green spilaði ekki neinn leik með Chelsea en lenti hins vegar upp á kant við Sarri.
Rob Green spilaði ekki neinn leik með Chelsea en lenti hins vegar upp á kant við Sarri. vísir/getty

Rob Green, fyrrum markvörður Chelsea og fleiri liða á Englandi, hefur greint frá því að hann hafi rætt við Maurizio Sarri, stjóra Chelsea á síðustu leiktíð, eftir leik gegn Manchester City.

Ensku meistararnir í City niðurlægðu Chelsea. Lokatölurnar urðu 6-0 er liðin mættust í febrúarmánuði. Green var ekki í leikmannahópnum en ræddi þó við Sarri eftir leikinn.

„Ég sagði við hann að hann væri ekki með neitt plan B. Hann hagaði sér eins og viðskiptastjóri,“ sagði Green í ítarlegu viðtali við The Athletic.

„Leikmönnunum í hópnum líkaði ekki að tala um þetta og voru hræddir við að segja eitthvað. Ég var ekki hræddur við það því hvað hefði hann átt að gera, taka mig úr liðinu?“

Green spilaði lítið sem ekkert undir stjórn Sarri enda var hann bara þriðji markvörður félagsins. Sarri yfirgaf Chelsea svo í sumar eins og kunnugt er - og Green lagði skóna á hilluna.







„Ég talaði við hann í fimmtán mínútur. Fullt af leikmönnum sögðu við mig eftir samtalið að þeir voru ánægðir með þetta og ég hafi sagt það sem þeir vildu segja. Það hefði getað kostað þá sæti í liðinu eða framtíðina hjá félaginu.“

„Hann var fyrrum bankamaður og stýrði liðinu eins og því. Í höfði hans var formúla sem átti að skila árangri. Hann var eins og stærðfræðingur. Ég hef reiknað þetta út og þetta skilar árangri.“

Green sagði einnig að leikmennirnir hefðu oftar en ekki gert sömu æfinguna allt tímabilið. Viðtalið í heild sinni, sem er ansi athyglisvert, má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×