Annar „El Clasico“ í beinni á milli jóla og nýárs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 13:30 Facundo Campazzo í leik með Real Madrid á móti Barcelona. Getty/Sonia Canada Spænski körfuboltinn býður upp á stórleik á milli jóla og nýárs og íslenskir körfuboltaáhugamenn fá þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá stórlið spænska körfuboltans mætast í beinni sjónvarpsútsendingu. Barcelona og Real Madrid mættust í „El Clasico“ fótboltans í síðustu viku en það er annar „El Clasico“ fram undan á Spáni fyrir áramót. Barcelona tekur á móti Real Madrid í fimmtándu umferð spænsku deildarinnar 29. desember næstkomandi og Stöð 2 Sport ætlar að sýna leikinn beint en þetta í fyrsta sinn hér á landi þar sem er sýnt beint frá spænska körfuboltanum. Eins og í fótboltanum þá eru lið Real Madrid og Barcelona í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar kemur að þessum innbyrðis leik þeirra. Þetta eru líka tvö sigursælustu körfuboltalið Spánar frá upphafi. Real Madrid hefur unnið tólf leiki og tapað tveimur en Barcelona er rétt á eftir með ellefu sigra og þrjá tapleiki. Engin lið í spænsku deildinni hafa skorað fleiri stig í deildinni en þessi tvö. Real Madrid hefur unnið spænska titilinn undanfarin tvö tímabil og alls fjórum sinnum síðan Barcelona vann hann síðast árið 2014. Klippa: Leikur Barcelona og Real Madrid á Stöð 2 Sport Stærstu stjörnur Real Madrid eru argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, fyrrum NBA-leikmaðurinn Anthony Randolph og spænski reynsluboltinn og fyrrum NBA-leikmaðurinn Rudy Fernández. Facundo Campazzo var frábær með argentínska landsliðinu á HM í haust þar sem Argentínumenn enduðu í öðru sæti eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleik. Spánverjarnir Sergio Llull og Felipe Reyes væru líka í stórum hlutverkum hjá Real ef þær væru ekki að glíma við meiðsli. Felipe Reyes er fyrirliði Real liðsins, hann hefur unnið spænsku deildina sjö sinnum með Real Madrid og enginn hefur spilað fleiri leiki í spænsku deildinni en hann. Stærsta stjarna Barcelona liðsins er án efa Nikola Mirotic sem lék í fimm ár á undan stórt hlutverk í NBA-deildinni. Mirotic samdi óvænt við Barcelona í sumar þegar flestir bjuggust við að hann fengi samning í NBA. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilaði með Real Madrid frá 2008 til 2014. Serbinn Ante Tomic er fyrirliði Barcelona og hefur verið þar frá 2012 en hann spilaði líka áður með Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins er líka kominn til Spánar eftir fjögur ár og tvo EuroLeague titla CSKA Moskvu. Útsending frá leik Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 17.30 sunnudaginn 29. desember. Kjartan Atli Kjartansson mun lýsa leiknum. Körfubolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Spænski körfuboltinn býður upp á stórleik á milli jóla og nýárs og íslenskir körfuboltaáhugamenn fá þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá stórlið spænska körfuboltans mætast í beinni sjónvarpsútsendingu. Barcelona og Real Madrid mættust í „El Clasico“ fótboltans í síðustu viku en það er annar „El Clasico“ fram undan á Spáni fyrir áramót. Barcelona tekur á móti Real Madrid í fimmtándu umferð spænsku deildarinnar 29. desember næstkomandi og Stöð 2 Sport ætlar að sýna leikinn beint en þetta í fyrsta sinn hér á landi þar sem er sýnt beint frá spænska körfuboltanum. Eins og í fótboltanum þá eru lið Real Madrid og Barcelona í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar kemur að þessum innbyrðis leik þeirra. Þetta eru líka tvö sigursælustu körfuboltalið Spánar frá upphafi. Real Madrid hefur unnið tólf leiki og tapað tveimur en Barcelona er rétt á eftir með ellefu sigra og þrjá tapleiki. Engin lið í spænsku deildinni hafa skorað fleiri stig í deildinni en þessi tvö. Real Madrid hefur unnið spænska titilinn undanfarin tvö tímabil og alls fjórum sinnum síðan Barcelona vann hann síðast árið 2014. Klippa: Leikur Barcelona og Real Madrid á Stöð 2 Sport Stærstu stjörnur Real Madrid eru argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, fyrrum NBA-leikmaðurinn Anthony Randolph og spænski reynsluboltinn og fyrrum NBA-leikmaðurinn Rudy Fernández. Facundo Campazzo var frábær með argentínska landsliðinu á HM í haust þar sem Argentínumenn enduðu í öðru sæti eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleik. Spánverjarnir Sergio Llull og Felipe Reyes væru líka í stórum hlutverkum hjá Real ef þær væru ekki að glíma við meiðsli. Felipe Reyes er fyrirliði Real liðsins, hann hefur unnið spænsku deildina sjö sinnum með Real Madrid og enginn hefur spilað fleiri leiki í spænsku deildinni en hann. Stærsta stjarna Barcelona liðsins er án efa Nikola Mirotic sem lék í fimm ár á undan stórt hlutverk í NBA-deildinni. Mirotic samdi óvænt við Barcelona í sumar þegar flestir bjuggust við að hann fengi samning í NBA. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilaði með Real Madrid frá 2008 til 2014. Serbinn Ante Tomic er fyrirliði Barcelona og hefur verið þar frá 2012 en hann spilaði líka áður með Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins er líka kominn til Spánar eftir fjögur ár og tvo EuroLeague titla CSKA Moskvu. Útsending frá leik Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 17.30 sunnudaginn 29. desember. Kjartan Atli Kjartansson mun lýsa leiknum.
Körfubolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira