Enski boltinn

Pogba snýr aftur á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba í leiknum umtalað gegn Arsenal í lok september en síðan þá hefur hann ekki spilað.
Pogba í leiknum umtalað gegn Arsenal í lok september en síðan þá hefur hann ekki spilað. vísir/getty

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður í leikmannahópi Manchester United gegn Watford á morgun ef marka má fréttir breska ríkisútvarpsins í dag.

Miðjumaðurinn hefur ekki spilað vegna ökklameiðsla síðan hann spilaði í jafntefli gegn Arsenal þann 30. september en veikindi héldu honum svo frá síðasta leik.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væru líkur á því að Pogba yrði í lekmannahópi Man. United á morgun en nú er ljóst að svo verður.







Pogba gæti því endað sautján leikja fjarveru sína á Vicarage Road leikvanginum á morgun er United freistar þess að skjótast upp að hlið Sheffield United í 5. sætinu.

Solskjær sagði einnig á blaðamannafundinum í gær að Pogba yrði ekki seldur í janúarglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×