Innlent

Afar erfiðar aðstæður fyrir austan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Hallormsstaðahálsi í gær.
Frá Hallormsstaðahálsi í gær. landsnet

Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. Viðgerð hófst svo í gærkvöldi og mun standa fram eftir nóttu en að því loknu verður leiðari aftur hengdur upp í mastrið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Ef allt gengur vel er gert ráð fyrir því að viðgerð ljúki í kvöld en aðstæður á staðnum eru mjög erfiðar og gæti viðgerð dregist fram á morgundaginn.

Þá er ísingaveður á Hallormsstaðahálsi og verður sérstök ísingavöktun á Fljótsdalslínu 3 meðan það ástand varir.

Staðan varðandi viðgerðir annars staðar er sem hér segir:

Tengivirkið í Hrútatungu

Í gær var ákveðið að undirbúa frekari hreinsun seltu í tengivirkinu. Greining með hitamyndavélum sýnir að enn er selta í virkinu og því aukin hætta á útslætti. Tengivirkið er áætlað úr rekstri vegna þessa frá miðnætti aðfararnótt laugardags og tekur hreinsunin nokkrar klukkustundir. Aðgerðin er undirbúin í samvinnu við Rarik.

Laxárvatnslína, milli Hrútatungu og Laxárvatns hefur verið að fara út í morgun en ekkert straumleysi hefur verið á hjá notendum vegna þessa.

Kópaskerslína 1

Viðgerð á línunni lauk á sjötta tímanum í gær og var hún aftur komin í eðlilegan rekstur laust fyrir klukkan 19.00.

Laxárlína 1

Beðið verður með viðgerð um sinn.

Suðurnesjalína 1

Línan var tekin út kl. 10 í gær þar sem skipta þurfti um skemmdan einangrara við Fitja. Aðgerð tókst vel og var línan aftur komin í rekstur um tveimur og hálfum tíma síðar.


Tengdar fréttir

Við­gerðum loks lokið á Dal­víkur­línu

Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×