Körfubolti

Ekki góð nótt fyrir Los Angeles liðin í NBA deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giannis Antetokounmpo var frábær á móti Los Angeles Lakers í nótt.
Giannis Antetokounmpo var frábær á móti Los Angeles Lakers í nótt. AP/Morry Gash

Los Angeles liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt í leikjum á móti sterkum liðum. GiannisAntetokounmpo og félagar í MilwaukeeBucks voru of sterkir fyrir Los AngelesLakers og frábær endasprettur færði HoustonRockets sigur á Los AngelesClippers.



Giannis Antetokounmpo var með 34 stig og 11 fráköst þegar MilwaukeeBucks vann 111-104 sigur á Los AngelesLakers í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.

GiannisAntetokounmpo, sem var kosinn mikilvægastur í NBA-deildinni á síðustu leiktíð, var einnig með sjö stoðsendingar og fimm þriggja stiga körfur. Giannis er líklegur kandídat í að vera kosinn annað árið í röð en Bucks liðið hefur unnið 25 af 29 leikjum sínum á þessu tímabili.

LeBron James og Anthony Davis létu báðir til sín taka hjá Lakers en það dugði skammt. LeBron James var með sína sjöundu þrennu á tímabilinu, 21 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Anthony Davis var með 36 stig og 10 fráköst.

„Ég átti ekki að vera hérna,“ sagði GiannisAntetokounmpo eftir leikinn. „Ég var ekki valinn fyrstur heldur AD (Anthony Davis). Ég átti ekki að fara upp á móti þessum tveimur tröllum. Ég er svo ánægður með að vera hér og ég vil alltaf verða betri, gera meira fyrir mitt lið og það er það sem gleður mig,“ sagði Antetokounmpo  eftir leikinn.

„Við tökum hattinn ofan fyrir honum en höldum svo bara áfram,“ sagði Anthony Davis um frammistöðu GiannisAntetokounmpo.



LeBron James og Anthony Davis gerðu vissulega sitt en það bekkur liðsins sem féll á prófinu. Bekkur Bucks liðsins skilaði 34 stigum á móti aðeins 4 stigum frá varamönnum Lakers. GeorgeHill kom með 21 stig inn af bekknum fyrir Milwaukee.

Milwaukee var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en stakk síðan af í öðrum eftir 20-7 sprett. Bucks liðið var 65-46 yfir í hálfleik. MilwaukeeBucks hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í vetur á Los Angeles liðunum Lakers og Clippers.





Russell Westbrook skoraði 40 stig, það mesta sem hann hefur gert í búningi HoustonRockets, þegar liðið vann 122-117 útisigur á Los AngelesClippers. Westbrook hélt Rockets á floti fram eftir leik en James Harden tók síðan yfir á lokakaflanum sem Houston vann 15-4.

James Harden endaði með 28 stig og 10 stoðsendingar en Westbrook var með 10 fráköst og 5 stoðsendingar auk stiganna fjörutíu. Paul George skoraði 34 stig fyrir Los AngelesClippers og Kawhi Leonard var með 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.

Kawhi Leonard kom Clippers í 113-107 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en skoraði ekki stig eftir það. Reyndar skoraði Clippers liðið bara fjögur stig á þessum lokamínútum og Paul George var með þau öll. James Harden skoraði aftur á móti átta stig á lokakaflanum.



Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:

Los AngelesClippers - HoustonRockets 117-122

SanAntonioSpurs - Brooklyn Nets    118-105   

MilwaukeeBucks - Los AngelesLakers    111-104   

Atlanta Hawks - UtahJazz    106-111

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×