Milwaukee Bucks með besta árangurinn yfir áramótin Arnar Geir Halldórsson skrifar 31. desember 2019 10:00 Giannis var óstöðvandi í nótt eins og oftast áður. vísir/getty Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt en þétt er leikið þar yfir áramótin þar sem sjö leikir fara fram í dag, Gamlársdag. Milwaukee Bucks styrkti stöðu sína á toppi Austurdeildarinnar þegar liðið vann öruggan sigur á Chicago Bulls á útivelli. Giannis Antetokounmpo gerði 23 stig og tók 10 fráköst á 27 mínútum en Khris Middleton var stigahæstur í liði Bucks með 25 stig. Ljóst að Bucks fer inn í nýtt ár með besta árangur deildarinnar þar sem liðið hefur unnið 30 leiki og aðeins tapað fimm. T H E G R E E K F R E A K pic.twitter.com/Wjbrgv7BWd— NBA (@NBA) December 31, 2019 Í Minnesota þurfti framlengingu til að útkljá leik Timberwolves og Brooklyn Nets og reyndust heimamenn öflugri þegar á hólminn var komið. Shabazz Napier var atkvæðamestur Úlfanna með 24 stig en Gorgui Deng fór mikinn undir körfunni þar sem hann reif niður 20 fráköst í leiknum ásamt því að skora 11 stig.Í Portland voru stórstjörnurnar í stuði þegar Phoenix Suns kom í heimsókn. Devin Booker gerði 33 stig fyrir Phoenix sem vann eftir spennandi leik. Damian Lillard gerði 33 stig fyrir heimamenn og CJ McCollum bætti 25 stigum við. Þá var Hassan Whiteside fyrirferðamikill með 16 stig og 22 fráköst. Early Dame Time in Portland as Lillard gets out to 16 PTS, 5 3PM in the 1st quarter! #RipCity : @NBATVpic.twitter.com/NbZ5Jp9Vwe— NBA (@NBA) December 31, 2019 Úrslit næturinnar Portland Trail Blazers 116-122 Phoenix Suns Orlando Magic 93-101 Atlanta Hawks Washington Wizards 123-105 Miami Heat Chicago Bulls 102-123 Milwaukee Bucks Minnesota Timberwolves 122-115 Brooklyn Nets Utah Jazz 104-81 Detroit Pistons the updated NBA standings after Monday night's action! pic.twitter.com/LMHsFFdlyx— NBA (@NBA) December 31, 2019 NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt en þétt er leikið þar yfir áramótin þar sem sjö leikir fara fram í dag, Gamlársdag. Milwaukee Bucks styrkti stöðu sína á toppi Austurdeildarinnar þegar liðið vann öruggan sigur á Chicago Bulls á útivelli. Giannis Antetokounmpo gerði 23 stig og tók 10 fráköst á 27 mínútum en Khris Middleton var stigahæstur í liði Bucks með 25 stig. Ljóst að Bucks fer inn í nýtt ár með besta árangur deildarinnar þar sem liðið hefur unnið 30 leiki og aðeins tapað fimm. T H E G R E E K F R E A K pic.twitter.com/Wjbrgv7BWd— NBA (@NBA) December 31, 2019 Í Minnesota þurfti framlengingu til að útkljá leik Timberwolves og Brooklyn Nets og reyndust heimamenn öflugri þegar á hólminn var komið. Shabazz Napier var atkvæðamestur Úlfanna með 24 stig en Gorgui Deng fór mikinn undir körfunni þar sem hann reif niður 20 fráköst í leiknum ásamt því að skora 11 stig.Í Portland voru stórstjörnurnar í stuði þegar Phoenix Suns kom í heimsókn. Devin Booker gerði 33 stig fyrir Phoenix sem vann eftir spennandi leik. Damian Lillard gerði 33 stig fyrir heimamenn og CJ McCollum bætti 25 stigum við. Þá var Hassan Whiteside fyrirferðamikill með 16 stig og 22 fráköst. Early Dame Time in Portland as Lillard gets out to 16 PTS, 5 3PM in the 1st quarter! #RipCity : @NBATVpic.twitter.com/NbZ5Jp9Vwe— NBA (@NBA) December 31, 2019 Úrslit næturinnar Portland Trail Blazers 116-122 Phoenix Suns Orlando Magic 93-101 Atlanta Hawks Washington Wizards 123-105 Miami Heat Chicago Bulls 102-123 Milwaukee Bucks Minnesota Timberwolves 122-115 Brooklyn Nets Utah Jazz 104-81 Detroit Pistons the updated NBA standings after Monday night's action! pic.twitter.com/LMHsFFdlyx— NBA (@NBA) December 31, 2019
NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira