Baðst afsökunar á því að hafa fært leikmanni hræðilegar fréttir í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 22:00 Joe Burrow var valinn maður leiksins og sést hér í einu af mörgum sjónvarpsviðtölum sínum eftir leikinn. Getty/Gregory Shamus Fréttamanni ESPN varð á mistök í sjónvarpsviðtali eftir úrslitaleik í háskólafótboltanum um helgina þegar hann fór að spyrja út í nýskeð flugslys sem viðmælandinn vissi ekki um. Fréttamaðurinn heitir Dari Nowkhah og hefur nú beðist afsökunar á spurningu sinni. Fréttakonan Carley McCord, átti að fjalla um leikinn fyrir ESPN, en fórst í flugslysi á leið á leikinn. Hún tengist LSU liðinu því hún var tengdadóttir sóknarþjálfara LSU, Steve Ensminger. Steve Ensminger fékk að vita um flugslysið fyrir leikinn en tók þá ákvörðun að leikmenn LSU fengu ekki að vita um það. Ensminger sást þerra tárin fyrir leikinn en leikmennirnir vissu ekki neitt. Carley McCord, the daughter-in-law of LSU offensive coordinator Steve Ensminger, died in a plane crash on Saturday. ESPN reporter Dari Nowkhah has apologized for breaking the tragic news to Joe Burrow on live TV. : https://t.co/OxqNbwbVmtpic.twitter.com/dMW46yVHM3— Sporting News (@sportingnews) December 29, 2019 LSU spilaði frábærlega í leiknum og vann Oklahoma 63-28 fyrir framan meira en 78 þúsund áhorfendur á Mercedes-Benz leikvangnum í Atlanta. Dari Nowkhah, fréttamaður ESPN, fékk Joe Burrow í viðtal eftir leikinn þar sem lið Burrow, LSU, hafði tryggt sér sigur í Peach Bowl. Joe Burrow átti stórleik, gaf sjö snertimarkssendingar og skoraði sjálfur eitt snertimark að auki. Fréttamaðurinn ákvað að spyrja Joe Burrow út í flugslysið og hvort að hann eða leikmenn liðsins hafi vitað af því. Það kom greinilega á Joe Burrow og það leyndi sér ekki að hann kom af fjöllum eins og sjá má hér fyrir neðan. Damn. Burrow found out live on air about the plane crash. They didn't tell the team. pic.twitter.com/EhtEgT3XIV— Cork Gaines (@CorkGaines) December 29, 2019 Dari Nowkhah baðst afsökunar á spurningu sinni inn á Twitter síðu sinni. „Mér líður augljóslega skelfilega eftir að vera sá sem færði Joe fréttirnar af fráfalli Carley McCord. Ég hef beðið alla afsökunar og vottað þeim hjá LSU samúð mína,“ skrifaði Dari Nowkhah og hélt áfram: „Við ætluðum aldrei að særa Joe og við munum læra af þessum mistökum okkar. Hjarta mitt finnur til með fjölskyldum McCord og Ensminger sem og með öllum í LSU fjölskyldunni á þessari sorglegu stundu. Ég vona að þau og allir stuðningsmenn LSU taki við þessari afsökunarbeiðni frá mér,“ skrifaði Nowkhah. Carley McCord var þrítug og eiginkona Steve Ensminger yngri. Steve Ensminger eldri er sóknarþjálfari LSU liðsins. Fimm manns létust í flugslysinu en lítið er vitað um af hverju flugvélin hrapaði aðeins um mínútu eftir að hún fór í loftið nálægt flugvellinum í Lafayette. Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sjá meira
Fréttamanni ESPN varð á mistök í sjónvarpsviðtali eftir úrslitaleik í háskólafótboltanum um helgina þegar hann fór að spyrja út í nýskeð flugslys sem viðmælandinn vissi ekki um. Fréttamaðurinn heitir Dari Nowkhah og hefur nú beðist afsökunar á spurningu sinni. Fréttakonan Carley McCord, átti að fjalla um leikinn fyrir ESPN, en fórst í flugslysi á leið á leikinn. Hún tengist LSU liðinu því hún var tengdadóttir sóknarþjálfara LSU, Steve Ensminger. Steve Ensminger fékk að vita um flugslysið fyrir leikinn en tók þá ákvörðun að leikmenn LSU fengu ekki að vita um það. Ensminger sást þerra tárin fyrir leikinn en leikmennirnir vissu ekki neitt. Carley McCord, the daughter-in-law of LSU offensive coordinator Steve Ensminger, died in a plane crash on Saturday. ESPN reporter Dari Nowkhah has apologized for breaking the tragic news to Joe Burrow on live TV. : https://t.co/OxqNbwbVmtpic.twitter.com/dMW46yVHM3— Sporting News (@sportingnews) December 29, 2019 LSU spilaði frábærlega í leiknum og vann Oklahoma 63-28 fyrir framan meira en 78 þúsund áhorfendur á Mercedes-Benz leikvangnum í Atlanta. Dari Nowkhah, fréttamaður ESPN, fékk Joe Burrow í viðtal eftir leikinn þar sem lið Burrow, LSU, hafði tryggt sér sigur í Peach Bowl. Joe Burrow átti stórleik, gaf sjö snertimarkssendingar og skoraði sjálfur eitt snertimark að auki. Fréttamaðurinn ákvað að spyrja Joe Burrow út í flugslysið og hvort að hann eða leikmenn liðsins hafi vitað af því. Það kom greinilega á Joe Burrow og það leyndi sér ekki að hann kom af fjöllum eins og sjá má hér fyrir neðan. Damn. Burrow found out live on air about the plane crash. They didn't tell the team. pic.twitter.com/EhtEgT3XIV— Cork Gaines (@CorkGaines) December 29, 2019 Dari Nowkhah baðst afsökunar á spurningu sinni inn á Twitter síðu sinni. „Mér líður augljóslega skelfilega eftir að vera sá sem færði Joe fréttirnar af fráfalli Carley McCord. Ég hef beðið alla afsökunar og vottað þeim hjá LSU samúð mína,“ skrifaði Dari Nowkhah og hélt áfram: „Við ætluðum aldrei að særa Joe og við munum læra af þessum mistökum okkar. Hjarta mitt finnur til með fjölskyldum McCord og Ensminger sem og með öllum í LSU fjölskyldunni á þessari sorglegu stundu. Ég vona að þau og allir stuðningsmenn LSU taki við þessari afsökunarbeiðni frá mér,“ skrifaði Nowkhah. Carley McCord var þrítug og eiginkona Steve Ensminger yngri. Steve Ensminger eldri er sóknarþjálfari LSU liðsins. Fimm manns létust í flugslysinu en lítið er vitað um af hverju flugvélin hrapaði aðeins um mínútu eftir að hún fór í loftið nálægt flugvellinum í Lafayette.
Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sjá meira