Project Runway stjarna látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2019 23:41 Chris March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn. getty/Mitch Haaseth Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, er látinn. Frá þessu er greint á vef TMZ. Heimildarmenn TMZ segja að hann hafi dáið á fimmtudag klukkan 13:45 á staðartíma eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá hafi March reglulega legið á spítala síðasta árið en hjartaáfallið hafi komið bæði læknum hans og fjölskyldu í opna skjöldu. March glímdi við mikið heilsuleysi síðustu tvö ár eftir að hann slasaðist illa eftir að hafa dottið. Þá hafi hann, þrátt fyrir veikindin, hannað kjóla til dauðadags. March var einn lokakeppenda í fjórðu þáttaröð Project Runway og hann kom einnig fram í Project Runway All stars. Þá var hann þáttastjórnandi þáttarins Mad Fashion sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravo. Hann kom einnig fram í raunveruleikaþættinum The Real Houswifes of New York City þar sem hann aðstoðaði Sonju Morgan að klæða sig.Meryl Streep í kjólum sem hannaðir voru af Chris March. Til vinstri er hún á Golden Globes hátíðinni og til hægri á Óskarsverðlaununum.getty/Kevin Mazur/Kevin Winter March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn og var hann vinsæll meðal margra þekktustu Hollywood stjarnanna. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep. Hann hannaði meðal annars kjólana sem Streep var í á Golden Globe verðlaunahátíðinni og Óskarsverðlaununum árið 2010. Þá hannaði March búninga fyrir Cirque du Soleil og fjölda Brodway sýninga. Hann var mjög lengi að jafna sig eftir að hann datt illa í íbúðinni sinni árið 2017 og fékk högg á höfuðið. March lá meðvitundarlaus á gólfinu í fjóra daga en náði að hringja í neyðarlínuna þegar hann loks vaknaði. Þá var hann færður á spítala í flýti þar sem hann var látinn fara í dá en hann var mjög illa haldinn og varð hann fyrir líffærabilunum, þar á meðal féll lunga hans saman. Andlát Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Sjá meira
Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, er látinn. Frá þessu er greint á vef TMZ. Heimildarmenn TMZ segja að hann hafi dáið á fimmtudag klukkan 13:45 á staðartíma eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá hafi March reglulega legið á spítala síðasta árið en hjartaáfallið hafi komið bæði læknum hans og fjölskyldu í opna skjöldu. March glímdi við mikið heilsuleysi síðustu tvö ár eftir að hann slasaðist illa eftir að hafa dottið. Þá hafi hann, þrátt fyrir veikindin, hannað kjóla til dauðadags. March var einn lokakeppenda í fjórðu þáttaröð Project Runway og hann kom einnig fram í Project Runway All stars. Þá var hann þáttastjórnandi þáttarins Mad Fashion sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravo. Hann kom einnig fram í raunveruleikaþættinum The Real Houswifes of New York City þar sem hann aðstoðaði Sonju Morgan að klæða sig.Meryl Streep í kjólum sem hannaðir voru af Chris March. Til vinstri er hún á Golden Globes hátíðinni og til hægri á Óskarsverðlaununum.getty/Kevin Mazur/Kevin Winter March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn og var hann vinsæll meðal margra þekktustu Hollywood stjarnanna. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep. Hann hannaði meðal annars kjólana sem Streep var í á Golden Globe verðlaunahátíðinni og Óskarsverðlaununum árið 2010. Þá hannaði March búninga fyrir Cirque du Soleil og fjölda Brodway sýninga. Hann var mjög lengi að jafna sig eftir að hann datt illa í íbúðinni sinni árið 2017 og fékk högg á höfuðið. March lá meðvitundarlaus á gólfinu í fjóra daga en náði að hringja í neyðarlínuna þegar hann loks vaknaði. Þá var hann færður á spítala í flýti þar sem hann var látinn fara í dá en hann var mjög illa haldinn og varð hann fyrir líffærabilunum, þar á meðal féll lunga hans saman.
Andlát Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Sjá meira