„Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 23:47 Gargiulo var í dag sakfelldur fyrir morðin á þeim Ashley Ellerin og Mariu Bruno. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða Michelle Murphy. Hann er auk þess ákærður fyrir morðið á fjórðu konunni, Triciu Pacaccio. Vísir/getty Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið „Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum. Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher bar vitni í málinu gegn Gargiuoli en hann bauð annarri konunni á stefnumót daginn áður en hún fannst látin Gargiulo var einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða þriðju konuna. Hann beitti hnífi við allar árásirnar þrjár en brotin voru framin á sjö ára tímabili, hið fyrsta árið 2001 og síðasta árið 2008.Sjá einnig: Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Dómstóll í Los Angeles mun nú leggja mat á það hvort Gargiulo hafi verið heill á geði þegar hann réðst á konurnar. Réttarhöld þess efnis hefjast á þriðjudag í næstu viku.Gargiulo í dómsal í maí.Vísir/gettyMál Gargiulos vakti einkum athygli fyrir þær sakir að Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og That 70‘s Show, bar vitni í málinu í maí. Þar lýsti hann því að hann hefði boðið Ashley Ellerin, 22 ára nema í fatahönnun, á stefnumót árið 2001. Skömmu síðar hugðist hann sækja hana á heimili hennar í Hollywood og sá að öll ljós voru kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann rauðar slettur á gólfinu en gerði ráð fyrir að um væri að ræða rauðvínsbletti. Meðleigjandi Ellerin kom að henni látinni morguninn eftir. Hún hafði verið stungin 47 sinnum, að sögn saksóknara. Kutcher sagði fyrir rétti að hann hefði verið við það að tapa sér þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin. Hann hafi vitað að fingraför hans væru á útidyrahurð heimilis hennar.Ashton Kutcher sést hér bera vitni gegn Gargiulo.Vísir/gettyÞá var Gargiulo einnig fundinn sekur um að hafa stungið nágrannakonu sína, hina 32 ára Mariu Bruno, til bana. Hann réðst á hana þar sem hún svaf í rúmi sínu. Þriðja fórnarlambið, Michelle Murphy, var einnig nágrannakona Gargiulos þegar hann reyndi að myrða hana árið 2008. Hún lifði árásina af. Erfðaefni Gargiulos á vettvangi árásarinnar kom lögreglu á sporið. Þá hefur Gargiulo verið boðaður fyrir rétt í Illinois þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt átján ára stúlku í Chicago árið 1993. Bandaríkin Tengdar fréttir Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið „Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum. Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher bar vitni í málinu gegn Gargiuoli en hann bauð annarri konunni á stefnumót daginn áður en hún fannst látin Gargiulo var einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða þriðju konuna. Hann beitti hnífi við allar árásirnar þrjár en brotin voru framin á sjö ára tímabili, hið fyrsta árið 2001 og síðasta árið 2008.Sjá einnig: Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Dómstóll í Los Angeles mun nú leggja mat á það hvort Gargiulo hafi verið heill á geði þegar hann réðst á konurnar. Réttarhöld þess efnis hefjast á þriðjudag í næstu viku.Gargiulo í dómsal í maí.Vísir/gettyMál Gargiulos vakti einkum athygli fyrir þær sakir að Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og That 70‘s Show, bar vitni í málinu í maí. Þar lýsti hann því að hann hefði boðið Ashley Ellerin, 22 ára nema í fatahönnun, á stefnumót árið 2001. Skömmu síðar hugðist hann sækja hana á heimili hennar í Hollywood og sá að öll ljós voru kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann rauðar slettur á gólfinu en gerði ráð fyrir að um væri að ræða rauðvínsbletti. Meðleigjandi Ellerin kom að henni látinni morguninn eftir. Hún hafði verið stungin 47 sinnum, að sögn saksóknara. Kutcher sagði fyrir rétti að hann hefði verið við það að tapa sér þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin. Hann hafi vitað að fingraför hans væru á útidyrahurð heimilis hennar.Ashton Kutcher sést hér bera vitni gegn Gargiulo.Vísir/gettyÞá var Gargiulo einnig fundinn sekur um að hafa stungið nágrannakonu sína, hina 32 ára Mariu Bruno, til bana. Hann réðst á hana þar sem hún svaf í rúmi sínu. Þriðja fórnarlambið, Michelle Murphy, var einnig nágrannakona Gargiulos þegar hann reyndi að myrða hana árið 2008. Hún lifði árásina af. Erfðaefni Gargiulos á vettvangi árásarinnar kom lögreglu á sporið. Þá hefur Gargiulo verið boðaður fyrir rétt í Illinois þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt átján ára stúlku í Chicago árið 1993.
Bandaríkin Tengdar fréttir Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32