Falla frá hugmyndum um hótel á Byko-reitnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 21:49 Drög að útliti einnar byggingarinnar sem gert er ráð fyrir að rísi á Byko-reitnum Mynd/Plúsarkitektar Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum og fjölga þess í stað íbúðum. Borgarráð á eftir að samþykkja afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs. Reiturinn afmarkast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu en þar eru nú bílastæði. Reiturinn er nefndur Byko-reiturinn þar sem Byko-verslun var um árabil í því húsnæði sem verslunin Víðir var nýverið í áður en verslunin lokaði. Árið 2016 voru kynntar breytingar á deiliskipulagi reitsins sem gerðu ráð fyrir 70 íbúðum á reitnum á tveimur til fjórum hæðum, gististað á einni til fimm hæðum auk verslana og þjónustu. Heildarbyggingarmagn var samkvæmt tillögunni 15.700 fermetrar.Drög að afstöðumynd reitsins.Mynd/PlúsarkitektarÍ tillögu Plúsarkitekta er óskað eftir því að Reykjavíkurborg veiti heimild fyrir því að fallið verði frá hugmynd að hóteli á reitnum. Þess í stað verði gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á öllum reitnum, auk atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Hringbraut. Þannig er óskað eftir því að leyfilegum hámarksfjölda íbúða verði breytt úr 70 í 84 íbúðir. Þá er óskað eftir því að inn- og útkeyrsla bílakjallara verði á Hringbraut en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir innkeyrslu við Hringbraut en útkeyrslu við Sólvallagötu. Þá er einnig óskað eftir því að svalir megi ná út fyrir byggingarreit og/eða lóðamörk að Hringbraut. Ekki er óskað eftir auknu byggingamagni eða fjölgun hæða og umfang mannvirka á lóðinni verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Í tillögu Plúsarkitekta segir að nýir lóðarhafar vilji hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Byggingafélagið Kaldalón, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, keypti nýverið reitinn af félaginu K. Steindórsson ehf., sem er í eigu viðskiptafélaganna Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar, að því er kom fram í Fréttablaðinu í vor. Reykjavík Skipulag Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum og fjölga þess í stað íbúðum. Borgarráð á eftir að samþykkja afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs. Reiturinn afmarkast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu en þar eru nú bílastæði. Reiturinn er nefndur Byko-reiturinn þar sem Byko-verslun var um árabil í því húsnæði sem verslunin Víðir var nýverið í áður en verslunin lokaði. Árið 2016 voru kynntar breytingar á deiliskipulagi reitsins sem gerðu ráð fyrir 70 íbúðum á reitnum á tveimur til fjórum hæðum, gististað á einni til fimm hæðum auk verslana og þjónustu. Heildarbyggingarmagn var samkvæmt tillögunni 15.700 fermetrar.Drög að afstöðumynd reitsins.Mynd/PlúsarkitektarÍ tillögu Plúsarkitekta er óskað eftir því að Reykjavíkurborg veiti heimild fyrir því að fallið verði frá hugmynd að hóteli á reitnum. Þess í stað verði gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á öllum reitnum, auk atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Hringbraut. Þannig er óskað eftir því að leyfilegum hámarksfjölda íbúða verði breytt úr 70 í 84 íbúðir. Þá er óskað eftir því að inn- og útkeyrsla bílakjallara verði á Hringbraut en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir innkeyrslu við Hringbraut en útkeyrslu við Sólvallagötu. Þá er einnig óskað eftir því að svalir megi ná út fyrir byggingarreit og/eða lóðamörk að Hringbraut. Ekki er óskað eftir auknu byggingamagni eða fjölgun hæða og umfang mannvirka á lóðinni verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Í tillögu Plúsarkitekta segir að nýir lóðarhafar vilji hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Byggingafélagið Kaldalón, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, keypti nýverið reitinn af félaginu K. Steindórsson ehf., sem er í eigu viðskiptafélaganna Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar, að því er kom fram í Fréttablaðinu í vor.
Reykjavík Skipulag Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Sjá meira