Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. ágúst 2019 21:07 Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Hann vonast til að samráð komist aftur á milli strandríkja til að koma í veg fyrir ofveiði á makríl. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum okkar í gær að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið héldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, segir hins vegar að heimildarfólk sitt innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segi aðra sögu. „Samkvæmt þessari heimild sendu Íslendingar ekki fulltrúa á síðasta fund og tilkynntu síðan einhliða næstum því 30 prósenta aukningu á kvóta sínum. Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort samstarfið reynist árangursríkt,“ segir Davies í samtali við fréttastofu. Davies hefur boðað til fundar um samráðÍslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins. Fulltrúum Íslands er boðið og vonast hann til að hægt verði að bæta samráðið. „Ég vil bara leggja áherslu á að samstarf ætti að vera til staðar. Einhliða ákvarðanir af þessu tagi eru ekki dæmi um árangursríkit og vinsamlegt samstarf. Við skulum muna aðþað verður að vernda makrílstofninn, við verðum að geta veitt hann á sjálfbæran hátt og viðættum að geta haft fyrirkomulag sem allir eru sáttir við,“ segir Davies. Davies hefur verið á ferðalagi um fiskveiðiþorp í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum. Þar sé mikil óánægja með ákvörðun íslendinga. „Þessa stundina er mönnum heitt í hamsi og sjómennirnir sem ég talaði við töluðu um það sem Íslendingar hafa gert sem sjórán. Eins og ég segi, það eru tvær hliðar áþessu máli. Ég vil heyra báðar.“ Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Hann vonast til að samráð komist aftur á milli strandríkja til að koma í veg fyrir ofveiði á makríl. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum okkar í gær að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið héldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, segir hins vegar að heimildarfólk sitt innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segi aðra sögu. „Samkvæmt þessari heimild sendu Íslendingar ekki fulltrúa á síðasta fund og tilkynntu síðan einhliða næstum því 30 prósenta aukningu á kvóta sínum. Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort samstarfið reynist árangursríkt,“ segir Davies í samtali við fréttastofu. Davies hefur boðað til fundar um samráðÍslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins. Fulltrúum Íslands er boðið og vonast hann til að hægt verði að bæta samráðið. „Ég vil bara leggja áherslu á að samstarf ætti að vera til staðar. Einhliða ákvarðanir af þessu tagi eru ekki dæmi um árangursríkit og vinsamlegt samstarf. Við skulum muna aðþað verður að vernda makrílstofninn, við verðum að geta veitt hann á sjálfbæran hátt og viðættum að geta haft fyrirkomulag sem allir eru sáttir við,“ segir Davies. Davies hefur verið á ferðalagi um fiskveiðiþorp í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum. Þar sé mikil óánægja með ákvörðun íslendinga. „Þessa stundina er mönnum heitt í hamsi og sjómennirnir sem ég talaði við töluðu um það sem Íslendingar hafa gert sem sjórán. Eins og ég segi, það eru tvær hliðar áþessu máli. Ég vil heyra báðar.“
Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00