Óheilbrigðiskerfið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Núverandi heilbrigðisráðherra lagði upp með það markmið að bjarga heilbrigðiskerfinu. Á skömmum tíma í embætti hefur ráðherranum tekist að skaða kerfið svo um munar. Á skammri stund hefur ráðherranum einnig tekist að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi á landinu, eitt fyrir þá sem betur mega og annað fyrir hina. Með þessu hefur ráðherrann skotið fyrrverandi heilbrigðisráðherrum Sjálfstæðisflokksins ref fyrir rass. Hið sorglega er að þetta tvöfalda kerfi er orðið til vegna þeirra tilburða ráðherrans að steypa alla heilbrigðisþjónustu í sama ríkismótið. Það hefur mistekist hrapallega. Fórnarlömbin eru viðskiptavinir heilbrigðiskerfisins, sjúklingar og aðstandendur þeirra. Áður en lengra er haldið er rétt og skylt að taka fram að greinarhöfundur hefur mikla trú og traust á öllum þeim fjölda frábærra starfsmanna sem vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu og vinna störf sín af alúð og ábyrgð þó núverandi ráðherra geri þeim erfitt um vik. Heilbrigðisráðherra hefur kosið að efna til átaka við sjálfstætt starfandi lækna, draga lappirnar í samningagerð við þá og jafnframt sigað aðstoðarmanni sínum á þá. Hafa sjálfstætt starfandi læknar þannig þurft að sitja undir köpuryrðum og aðdróttunum um að þeir hugsi fyrst og fremst um sína hagsmuni en ekki sjúklinga sinna. Þessi framkoma ráðherrans og aðstoðarmanns hennar í garð sérfræðilækna er óboðleg. Fjölmargar stofnanir og sjálfstæð félög sem sinna heilbrigðismálum eru nú rekin án samninga og „framlengd“ frá mánuði til mánaðar. Þar má nefna sem dæmi Reykjalund sem hefur ekki haft langtímasamning um nokkra hríð. Loks nú fyrir skömmu skrifaði ráðherra undir nýjan samning við RKÍ um rekstur sjúkrabíla eftir að hafa dregið nauðsynlega endurnýjun bílanna allt frá því að hún settist í hástól sinn og haldið Rauða krossinum í óvissu með örstuttum framlengingum til að halda uppá 90 ára rekstur RKÍ á sjúkrabílum. Plássleysið og úrræðaleysið tekur á sig nýja og nýja mynd. Nú síðast að konur sem hafa orðið fyrir fósturmissi og/eða hafa látið eyða fóstri sitja nú í sömu biðstofu og verðandi mæður. Þvílík grimmd. Nú í sumar eru fáheyrðar lokanir á Landspítalanum sem koma harðast niður á geðsjúkum og þeim sem skipa biðlista eftir aðgerðum. Við þessar kringumstæður hefur ráðherra kosið að hrúga verkefnum inn á spítalann vitandi að Landspítalinn ræður ekki við þau. Ráðherra hefur hingað til þvertekið fyrir að nauðsynlegar aðgerðir s.s. liðskiptaaðgerðir séu gerðar á sjúkrastofnunum í einkarekstri. Jafnframt hefur ráðherra nýlega endað samstarf við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem sinnt hafa augasteinaaðgerðum með góðum árangri og mikilli heilsubót fyrir stóran hóp sjúklinga. Afleiðingar þessa eru biðlistar sem eru óþolandi langir og valda sjúklingum þjáningum yfir langan tíma sem auðveldlega væri hægt að stytta svo um munar. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur ráðherra ákveðið að fært sé að senda sjúklinga til aðgerða á sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun í útlöndum með margföldum kostnaði fyrir ríkissjóð ásamt óþægindum fyrir sjúklinga. Þversumman af öllu þessu er sú að þeir sem geta borgað sjálfir fyrir aðgerðir borga sig þannig fram fyrir í röðinni. Þeir sem þola álagið sem fylgir utanlandsferð vegna aðgerðar leggja það á sig en eftir sitja þeir sem eru veikburða og aldraðir ásamt þeim sem minnst hafa milli handanna. Þetta er óþolandi ástand og til álita hlýtur að koma að kanna hvort ákvarðanir ráðherra standist sjúklingalög og lög um fjárreiður ríkisins. Það er mjög brýnt að bjarga heilbrigðiskerfinu. Einmitt núna er mikilvægast að bjarga því frá heilbrigðisráðherra.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Núverandi heilbrigðisráðherra lagði upp með það markmið að bjarga heilbrigðiskerfinu. Á skömmum tíma í embætti hefur ráðherranum tekist að skaða kerfið svo um munar. Á skammri stund hefur ráðherranum einnig tekist að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi á landinu, eitt fyrir þá sem betur mega og annað fyrir hina. Með þessu hefur ráðherrann skotið fyrrverandi heilbrigðisráðherrum Sjálfstæðisflokksins ref fyrir rass. Hið sorglega er að þetta tvöfalda kerfi er orðið til vegna þeirra tilburða ráðherrans að steypa alla heilbrigðisþjónustu í sama ríkismótið. Það hefur mistekist hrapallega. Fórnarlömbin eru viðskiptavinir heilbrigðiskerfisins, sjúklingar og aðstandendur þeirra. Áður en lengra er haldið er rétt og skylt að taka fram að greinarhöfundur hefur mikla trú og traust á öllum þeim fjölda frábærra starfsmanna sem vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu og vinna störf sín af alúð og ábyrgð þó núverandi ráðherra geri þeim erfitt um vik. Heilbrigðisráðherra hefur kosið að efna til átaka við sjálfstætt starfandi lækna, draga lappirnar í samningagerð við þá og jafnframt sigað aðstoðarmanni sínum á þá. Hafa sjálfstætt starfandi læknar þannig þurft að sitja undir köpuryrðum og aðdróttunum um að þeir hugsi fyrst og fremst um sína hagsmuni en ekki sjúklinga sinna. Þessi framkoma ráðherrans og aðstoðarmanns hennar í garð sérfræðilækna er óboðleg. Fjölmargar stofnanir og sjálfstæð félög sem sinna heilbrigðismálum eru nú rekin án samninga og „framlengd“ frá mánuði til mánaðar. Þar má nefna sem dæmi Reykjalund sem hefur ekki haft langtímasamning um nokkra hríð. Loks nú fyrir skömmu skrifaði ráðherra undir nýjan samning við RKÍ um rekstur sjúkrabíla eftir að hafa dregið nauðsynlega endurnýjun bílanna allt frá því að hún settist í hástól sinn og haldið Rauða krossinum í óvissu með örstuttum framlengingum til að halda uppá 90 ára rekstur RKÍ á sjúkrabílum. Plássleysið og úrræðaleysið tekur á sig nýja og nýja mynd. Nú síðast að konur sem hafa orðið fyrir fósturmissi og/eða hafa látið eyða fóstri sitja nú í sömu biðstofu og verðandi mæður. Þvílík grimmd. Nú í sumar eru fáheyrðar lokanir á Landspítalanum sem koma harðast niður á geðsjúkum og þeim sem skipa biðlista eftir aðgerðum. Við þessar kringumstæður hefur ráðherra kosið að hrúga verkefnum inn á spítalann vitandi að Landspítalinn ræður ekki við þau. Ráðherra hefur hingað til þvertekið fyrir að nauðsynlegar aðgerðir s.s. liðskiptaaðgerðir séu gerðar á sjúkrastofnunum í einkarekstri. Jafnframt hefur ráðherra nýlega endað samstarf við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem sinnt hafa augasteinaaðgerðum með góðum árangri og mikilli heilsubót fyrir stóran hóp sjúklinga. Afleiðingar þessa eru biðlistar sem eru óþolandi langir og valda sjúklingum þjáningum yfir langan tíma sem auðveldlega væri hægt að stytta svo um munar. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur ráðherra ákveðið að fært sé að senda sjúklinga til aðgerða á sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun í útlöndum með margföldum kostnaði fyrir ríkissjóð ásamt óþægindum fyrir sjúklinga. Þversumman af öllu þessu er sú að þeir sem geta borgað sjálfir fyrir aðgerðir borga sig þannig fram fyrir í röðinni. Þeir sem þola álagið sem fylgir utanlandsferð vegna aðgerðar leggja það á sig en eftir sitja þeir sem eru veikburða og aldraðir ásamt þeim sem minnst hafa milli handanna. Þetta er óþolandi ástand og til álita hlýtur að koma að kanna hvort ákvarðanir ráðherra standist sjúklingalög og lög um fjárreiður ríkisins. Það er mjög brýnt að bjarga heilbrigðiskerfinu. Einmitt núna er mikilvægast að bjarga því frá heilbrigðisráðherra.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar