Hverjir geta keypt? Logi Einarsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Samkvæmt tölum frá Íbúðalánasjóði fer hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hækkandi, sem þýðir að fleiri hafa getað lagt fyrir eða fengið aðstoð til fyrstu kaupa. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fjallaði um þetta í Fréttablaðinu í gær og þakkar aðgerðum ríkisstjórnarinnar árangurinn. Það gleður mig auðvitað að fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð – en hverjir eru það sem geta keypt og hverjir ekki? Húsnæðismál hafa verið í öngstræti síðustu ár. Ungt og/eða efnalítið fólk hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn á sama tíma og skortur hefur verið á leiguíbúðum og leiguverð of hátt. Ofan á það bætist að ekki er nægjanlegt framboð af félagslegu húsnæði sveitarfélaga fyrir þau allra efnaminnstu. Einn hópur hefur alveg setið eftir: fólkið sem er með lægstar tekjur og á þ.a.l. erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði, en er þó ekki nægilega efnalítið til að fá úthlutað félagslegu húsnæði. Allt frá því að flokkur Lilju stóð að því óhappaverki með Sjálfstæðisflokknum að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Aðgerðir síðustu ríkisstjórna hafa gagnast þeim mest sem þurfa síst á hjálp að halda; tekjuhæstu og eignamestu landsmönnunum. Þeir síðarnefndu fengu m.a. bróðurpart af 72 milljörðum í sinn hlut með „Leiðréttingunni“ svokölluðu og séreignarsparnaðarleiðin gagnast tekjuháum best. Auk þess gefst þeim efnameiri kostur á hagstæðari lánum en öðrum hjá lífeyrissjóðum landsins. Eignaójöfnuður hefur aukist á Íslandi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frekar aukið þá misskiptingu. Eftir sitja fjölskyldur með lágar og meðaltekjur, þær sem helst þurfa á aðstoð að halda við að komast inn á fasteignamarkaðinn, úrræðalausar á óstöðugum leigumarkaði. Millitekjufólk sem nær nokkurn veginn að brúa bilið hefur auk þess ekki sama aðgang og þeir best stöddu að hagstæðustu lánunum sem veita bestu mögulegu vextina. Ég fagna því auðvitað að fleira ungt fólk geti keypt húsnæði og óska því velfarnaðar. En við þurfum annars konar ríkisstjórn, sem gætir að því að fleiri hópar búi við húsnæðisöryggi en þeir best stöddu.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Logi Einarsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Íbúðalánasjóði fer hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hækkandi, sem þýðir að fleiri hafa getað lagt fyrir eða fengið aðstoð til fyrstu kaupa. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fjallaði um þetta í Fréttablaðinu í gær og þakkar aðgerðum ríkisstjórnarinnar árangurinn. Það gleður mig auðvitað að fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð – en hverjir eru það sem geta keypt og hverjir ekki? Húsnæðismál hafa verið í öngstræti síðustu ár. Ungt og/eða efnalítið fólk hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn á sama tíma og skortur hefur verið á leiguíbúðum og leiguverð of hátt. Ofan á það bætist að ekki er nægjanlegt framboð af félagslegu húsnæði sveitarfélaga fyrir þau allra efnaminnstu. Einn hópur hefur alveg setið eftir: fólkið sem er með lægstar tekjur og á þ.a.l. erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði, en er þó ekki nægilega efnalítið til að fá úthlutað félagslegu húsnæði. Allt frá því að flokkur Lilju stóð að því óhappaverki með Sjálfstæðisflokknum að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Aðgerðir síðustu ríkisstjórna hafa gagnast þeim mest sem þurfa síst á hjálp að halda; tekjuhæstu og eignamestu landsmönnunum. Þeir síðarnefndu fengu m.a. bróðurpart af 72 milljörðum í sinn hlut með „Leiðréttingunni“ svokölluðu og séreignarsparnaðarleiðin gagnast tekjuháum best. Auk þess gefst þeim efnameiri kostur á hagstæðari lánum en öðrum hjá lífeyrissjóðum landsins. Eignaójöfnuður hefur aukist á Íslandi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frekar aukið þá misskiptingu. Eftir sitja fjölskyldur með lágar og meðaltekjur, þær sem helst þurfa á aðstoð að halda við að komast inn á fasteignamarkaðinn, úrræðalausar á óstöðugum leigumarkaði. Millitekjufólk sem nær nokkurn veginn að brúa bilið hefur auk þess ekki sama aðgang og þeir best stöddu að hagstæðustu lánunum sem veita bestu mögulegu vextina. Ég fagna því auðvitað að fleira ungt fólk geti keypt húsnæði og óska því velfarnaðar. En við þurfum annars konar ríkisstjórn, sem gætir að því að fleiri hópar búi við húsnæðisöryggi en þeir best stöddu.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar