Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 17:54 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. Vísir/Stefán Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hittist á tveimur fundum í dag en þar var samþykkt að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins í framhaldi af tilboði sem SA lagði fram á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót en í byrjun júní var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. „Því er okkar nauðugur einn kostur að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Það er nú nauðvörn sem launafólk í þessu landi hefur til þess að tryggja það að það njóti sambærilegra kjara og bóta og aðrir í þessu samfélagi.“Hverjar eru helstu kröfurnar?„Það eru kröfur sem lúta að séraðstæðum blaðamanna, það eru launaflokkatilfærslur. Við erum ekki að fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið í þessu. Við erum að aðlaga þann ramma að aðstæðum blaðamanna, það hefur ekki verið neinn grundvöllur fyrir því, því miður.“Í þessu tilboði sem Samtök atvinnulífsins buðu ykkur í gær, var það langt frá því að vera ásættanlegt?„Þetta er svo langt frá að það hefði verið hægt að leggja þetta fram deginum eftir að samningur við iðnaðarmenn voru undirritaðir vegna þess að þetta er bara „copy paste“ af því. Við erum búin að ræða saman í fimm mánuði síðan án þess að nokkuð af okkar áhersluatriðum skiluðu sér í þetta tilboð. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og fullkomlega óskiljanlegt að samninganefnd atvinnulífsins skuli koma fram með þessum hætti og að hún beri ekki meiri virðingu fyrir blaðamönnum annars vegar og hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru umbjóðendur fyrir, það er með ólíkindum og ég hef nú verið þrjátíu ár í þessum bransa,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hittist á tveimur fundum í dag en þar var samþykkt að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins í framhaldi af tilboði sem SA lagði fram á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót en í byrjun júní var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. „Því er okkar nauðugur einn kostur að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Það er nú nauðvörn sem launafólk í þessu landi hefur til þess að tryggja það að það njóti sambærilegra kjara og bóta og aðrir í þessu samfélagi.“Hverjar eru helstu kröfurnar?„Það eru kröfur sem lúta að séraðstæðum blaðamanna, það eru launaflokkatilfærslur. Við erum ekki að fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið í þessu. Við erum að aðlaga þann ramma að aðstæðum blaðamanna, það hefur ekki verið neinn grundvöllur fyrir því, því miður.“Í þessu tilboði sem Samtök atvinnulífsins buðu ykkur í gær, var það langt frá því að vera ásættanlegt?„Þetta er svo langt frá að það hefði verið hægt að leggja þetta fram deginum eftir að samningur við iðnaðarmenn voru undirritaðir vegna þess að þetta er bara „copy paste“ af því. Við erum búin að ræða saman í fimm mánuði síðan án þess að nokkuð af okkar áhersluatriðum skiluðu sér í þetta tilboð. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og fullkomlega óskiljanlegt að samninganefnd atvinnulífsins skuli koma fram með þessum hætti og að hún beri ekki meiri virðingu fyrir blaðamönnum annars vegar og hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru umbjóðendur fyrir, það er með ólíkindum og ég hef nú verið þrjátíu ár í þessum bransa,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira