Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 23:26 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. Greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum í dag. Hvarf Anne-Elisabeth hefur vakið mikinn óhug í Noregi en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn. Norskum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um bréf sem mannræningjarnir skildu eftir á vettvangi, þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt og hótuðu því jafnframt að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingjaÍ vikunni hafa fjölmiðlar aftur beint sjónum sínum að bréfinu en efni þess er þó ekki í eldlínunni í þetta sinn. Þannig greindi norska dagblaðið VG frá því á þriðjudag að lögregla hefði rannsakað pappírsörkina sjálfa sem skilaboð mannræningjanna til Toms Hagen, eiginmanns Anne-Elisabeth, eru rituð á. Lögregla telur sig nú hafa rekið slóð pappírsins en hann er sagður keyptur í stórri, norskri ritfangakeðju. Ekki hefur þó enn fengið staðfest hvaða verslun um ræðir.Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPANRK greinir svo frá því í dag að rannsóknin hverfist einnig um umslag, sem bréfið á að hafa verið í. Lögregla hefur hingað til ekki viljað tjá sig um umslagið en lögreglustjórinn Tommy Brøske staðfestir nú að sé mikilvægur þáttur í rannsókninni. Hann fer þó ekki nánar út í það hvaða hlutverki umslagi gegnir í leit lögreglu að mannræningjunum. Lögregla segir rannsóknina nú einkum beinast að því að rekja slóð umslagsins, pappírsins og fleiri muna sem fundust á heimili Hagen-hjónanna, og fara yfir færslur í viðeigandi verslunum. Enn er þó gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Lögregla telur hverfandi líkur á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að mannræningjarnir haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. Greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum í dag. Hvarf Anne-Elisabeth hefur vakið mikinn óhug í Noregi en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn. Norskum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um bréf sem mannræningjarnir skildu eftir á vettvangi, þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt og hótuðu því jafnframt að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingjaÍ vikunni hafa fjölmiðlar aftur beint sjónum sínum að bréfinu en efni þess er þó ekki í eldlínunni í þetta sinn. Þannig greindi norska dagblaðið VG frá því á þriðjudag að lögregla hefði rannsakað pappírsörkina sjálfa sem skilaboð mannræningjanna til Toms Hagen, eiginmanns Anne-Elisabeth, eru rituð á. Lögregla telur sig nú hafa rekið slóð pappírsins en hann er sagður keyptur í stórri, norskri ritfangakeðju. Ekki hefur þó enn fengið staðfest hvaða verslun um ræðir.Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPANRK greinir svo frá því í dag að rannsóknin hverfist einnig um umslag, sem bréfið á að hafa verið í. Lögregla hefur hingað til ekki viljað tjá sig um umslagið en lögreglustjórinn Tommy Brøske staðfestir nú að sé mikilvægur þáttur í rannsókninni. Hann fer þó ekki nánar út í það hvaða hlutverki umslagi gegnir í leit lögreglu að mannræningjunum. Lögregla segir rannsóknina nú einkum beinast að því að rekja slóð umslagsins, pappírsins og fleiri muna sem fundust á heimili Hagen-hjónanna, og fara yfir færslur í viðeigandi verslunum. Enn er þó gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Lögregla telur hverfandi líkur á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að mannræningjarnir haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14
Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34
Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33