Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2019 23:28 Theresa May og Jean-Claude Juncker. AP/Vincent Kessler Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt David Lidington, ráðherra May, felur samkomulagið í sér að ESB geti í raun ekki bundið Bretland innan tollasamstarfs sambandsins. May flaug óvænt til Strasbourg í dag í aðdraganda þess að breskir þingmenn munu kjósa um Brexit-samning hennar á morgun. Þingmenn hafa hafnað samningnum áður. Eftir að Lidington tilkynnti samkomulagið sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að val þingmanna væri ljóst. Það væri að samþykkja samninginn, því annars væri mögulegt að ekki yrði af Brexit. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars.Our agreement provides meaningful clarifications & legal guarantees to the Withdrawal Agreement & #backstop. The choice is clear: it is this deal, or #Brexit may not happen at all. Let’s bring the UK’s withdrawal to an orderly end. We owe it to history. https://t.co/lfy9eehEZipic.twitter.com/XCqcLwZV7V — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) March 11, 2019 Í janúar þegar síðast voru greidd atkvæði um Brexit-samning á breska þinginu beið forsætisráðherrann afhroð. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 greiddu atkvæði með honum. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra Bretlands í sögu þingsins. Það sem hefur staðið hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel aldrei, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Nýja samkomulag May og framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að reyni ESB að þvinga Breta til að vera áfram innan tollasamstarfsins hafi Bretar leiðir til að koma í veg fyrir það, eða því heldur Lidington fram allavega. Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Bretlandi þykir það ekki ljóst. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt David Lidington, ráðherra May, felur samkomulagið í sér að ESB geti í raun ekki bundið Bretland innan tollasamstarfs sambandsins. May flaug óvænt til Strasbourg í dag í aðdraganda þess að breskir þingmenn munu kjósa um Brexit-samning hennar á morgun. Þingmenn hafa hafnað samningnum áður. Eftir að Lidington tilkynnti samkomulagið sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að val þingmanna væri ljóst. Það væri að samþykkja samninginn, því annars væri mögulegt að ekki yrði af Brexit. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars.Our agreement provides meaningful clarifications & legal guarantees to the Withdrawal Agreement & #backstop. The choice is clear: it is this deal, or #Brexit may not happen at all. Let’s bring the UK’s withdrawal to an orderly end. We owe it to history. https://t.co/lfy9eehEZipic.twitter.com/XCqcLwZV7V — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) March 11, 2019 Í janúar þegar síðast voru greidd atkvæði um Brexit-samning á breska þinginu beið forsætisráðherrann afhroð. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 greiddu atkvæði með honum. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra Bretlands í sögu þingsins. Það sem hefur staðið hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel aldrei, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Nýja samkomulag May og framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að reyni ESB að þvinga Breta til að vera áfram innan tollasamstarfsins hafi Bretar leiðir til að koma í veg fyrir það, eða því heldur Lidington fram allavega. Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Bretlandi þykir það ekki ljóst.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira