Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2019 15:14 Lögreglumenn voru ekki sáttir með tilraun mótmælenda til að tjalda. Reyndu þeir að fjarlægja tjaldið sem mótmælendur voru allt annað en sáttir við. Vísir/Vilhelm Til nokkurra átaka kom á Austurvelli í dag þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Lögreglumenn voru á svæðinu til að fylgjast með gangi mála. Þeir brugðust ekki vel við tilraun hælisleitenda til að tjalda og kom til stimpinga í smá stund vegna þessa. Í framhaldinu fór hluti lögreglumanna af vettvangi og hafði á brott með sér tvö tjöld mótmælenda.Frá Austurvelli um klukkan þrjú.Vísir/VilhelmBoðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Þar kemur fram að um sé að ræða fjórðu mótmælin sem boðað sé til á einum mánuði. Flóttamenn krefjast funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Fyrir meira en tveimur vikum sendum við bréf þar sem Rauði kross Íslands var milliliður og báðum um fund með dómsmálaráðherra, forsætisráðherra, velferðarráðherra og Útlendingastofnun. Á fundinum viljum við ræða þær ómannúðlegu aðstæður sem við hælisleitendur búum við og gera grein fyrir fimm kröfum sem við höfum sett fram,“ segir í boðun mótmælanna. Kröfurnar eru eftirfarandi 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á ÁsbrúLögreglumenn fylgdust með gangi mála.Vísir/Vilhelm„Í stað þess að svara beiðni okkar um fund hefur Sigríður Á. Andersen tilkynnt að hún vilji herða enn frekar á Dyflinarreglugerðinni og koma í veg fyrir að flóttafólk geti fengið fjölskyldusameiningu. Auk þess vill hún fella niður tveggja vikna kærufrest sem hælisleitendur eiga nú rétt á. Allar þessar breytingar myndu án efa gera hælisferlið enn óbærilegra en það er nú þegar,“ segir í boðuninni. Voru Íslendingar og aðrir ríkisborgarar hvattir til að mæta á Austurvöll á mánudaginn, hlusta á kröfur og hjálpa til við að fá yfirvöld til þess að hlusta.Mótmælendur voru ekki sáttir við að lögreglumenn fjarlægðu tjald sem þeir hugðust tjalda.Vísir/VilhelmTveir mótmælendur lögðust á borð.Vísir/Vilhelm Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59 Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Til nokkurra átaka kom á Austurvelli í dag þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Lögreglumenn voru á svæðinu til að fylgjast með gangi mála. Þeir brugðust ekki vel við tilraun hælisleitenda til að tjalda og kom til stimpinga í smá stund vegna þessa. Í framhaldinu fór hluti lögreglumanna af vettvangi og hafði á brott með sér tvö tjöld mótmælenda.Frá Austurvelli um klukkan þrjú.Vísir/VilhelmBoðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Þar kemur fram að um sé að ræða fjórðu mótmælin sem boðað sé til á einum mánuði. Flóttamenn krefjast funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Fyrir meira en tveimur vikum sendum við bréf þar sem Rauði kross Íslands var milliliður og báðum um fund með dómsmálaráðherra, forsætisráðherra, velferðarráðherra og Útlendingastofnun. Á fundinum viljum við ræða þær ómannúðlegu aðstæður sem við hælisleitendur búum við og gera grein fyrir fimm kröfum sem við höfum sett fram,“ segir í boðun mótmælanna. Kröfurnar eru eftirfarandi 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á ÁsbrúLögreglumenn fylgdust með gangi mála.Vísir/Vilhelm„Í stað þess að svara beiðni okkar um fund hefur Sigríður Á. Andersen tilkynnt að hún vilji herða enn frekar á Dyflinarreglugerðinni og koma í veg fyrir að flóttafólk geti fengið fjölskyldusameiningu. Auk þess vill hún fella niður tveggja vikna kærufrest sem hælisleitendur eiga nú rétt á. Allar þessar breytingar myndu án efa gera hælisferlið enn óbærilegra en það er nú þegar,“ segir í boðuninni. Voru Íslendingar og aðrir ríkisborgarar hvattir til að mæta á Austurvöll á mánudaginn, hlusta á kröfur og hjálpa til við að fá yfirvöld til þess að hlusta.Mótmælendur voru ekki sáttir við að lögreglumenn fjarlægðu tjald sem þeir hugðust tjalda.Vísir/VilhelmTveir mótmælendur lögðust á borð.Vísir/Vilhelm
Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59 Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59
Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49