Segir sveitarfélögin standa sig misvel Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 19:45 Formaður NPA miðstöðvarinnar segir sveitarfélögin standa sig misvel þegar kemur að útfærslu þjónustunnar, en í sumum tilfellum ráði pólitík því hvernig málum er háttað. Miðstöðin sendi flestum sveitarfélögum kröfur sínar á dögunum. Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög tileinki sér og aðlagi framkvæmd á NPA að ákvæðum reglugerðar um Notendastýrða persónulega aðstoð. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að á undanförnum árum hafi verið losaraháttur í framkvæmd á NPA á landsvísu. „En nú er orðið mjög skýrt ýmislegt varðandi það hvernig sveitarfélög og umsýsluaðilar verða að hátta málum í nýrri reglugerð og lögum,“ sagði Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir sveitarfélögin standa sig misvel en þó ráði pólitík því oft hvernig málum sé háttað.Hafa sveitarfélögin ekki verið að standa sig?„Það er mjög misjafnt hvernig þau hafa verið að standa sig. Sum ágætlega, önnur ágætlega á einum stað en verr á öðrum,“ sagði Rúnar Björn. Kröfur miðstöðvarinnar skiptast í fimm liði. Meðal annars er þess krafist að framlög til NPA samninga verði greidd í upphafi hvers mánaðar. Bætt verði við viðbótarframlagi vegna skyldunámskeiða aðstoðarfólks og að vinnuframlag verði metið. „Svona undirliggjandi tónninn er að notendur geti greitt aðstoðarfólki og fengið þá þjónustu sem hefur verið metin og að það sé hægt að greiða fyrir þjónustuna með kjarasamningsbundnum skyldum,“ sagði Rúnar Björn.Hafið þið fengið einhver viðbrögð? „Ekki ennþá, en við væntum þess að heyra eitthvað í næstu eða þar næstu viku vonandi,“ sagði Rúnar Björn. Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Formaður NPA miðstöðvarinnar segir sveitarfélögin standa sig misvel þegar kemur að útfærslu þjónustunnar, en í sumum tilfellum ráði pólitík því hvernig málum er háttað. Miðstöðin sendi flestum sveitarfélögum kröfur sínar á dögunum. Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög tileinki sér og aðlagi framkvæmd á NPA að ákvæðum reglugerðar um Notendastýrða persónulega aðstoð. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að á undanförnum árum hafi verið losaraháttur í framkvæmd á NPA á landsvísu. „En nú er orðið mjög skýrt ýmislegt varðandi það hvernig sveitarfélög og umsýsluaðilar verða að hátta málum í nýrri reglugerð og lögum,“ sagði Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir sveitarfélögin standa sig misvel en þó ráði pólitík því oft hvernig málum sé háttað.Hafa sveitarfélögin ekki verið að standa sig?„Það er mjög misjafnt hvernig þau hafa verið að standa sig. Sum ágætlega, önnur ágætlega á einum stað en verr á öðrum,“ sagði Rúnar Björn. Kröfur miðstöðvarinnar skiptast í fimm liði. Meðal annars er þess krafist að framlög til NPA samninga verði greidd í upphafi hvers mánaðar. Bætt verði við viðbótarframlagi vegna skyldunámskeiða aðstoðarfólks og að vinnuframlag verði metið. „Svona undirliggjandi tónninn er að notendur geti greitt aðstoðarfólki og fengið þá þjónustu sem hefur verið metin og að það sé hægt að greiða fyrir þjónustuna með kjarasamningsbundnum skyldum,“ sagði Rúnar Björn.Hafið þið fengið einhver viðbrögð? „Ekki ennþá, en við væntum þess að heyra eitthvað í næstu eða þar næstu viku vonandi,“ sagði Rúnar Björn.
Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira