Erlent

Skemmdarvargar þurftu sjálfir að laga það sem þeir skemmdu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla var ekki lengi að finna sökudólgana.
Lögregla var ekki lengi að finna sökudólgana. Mynd/Sjáskot
Þrír menn sem sáust á myndbandi ýta við súlu með þeim afleiðingum að hún féll við og brotnaði þurftu sjálfir að lagfæra skemmdirnar, ásamt þeim sem tók myndbandið upp. Súlan sem um ræðir er hluti af 16. aldar rústum á Indlandi sem eru á heimsminjaskrá Unesco.

Mikil reiði skapaðast á Indlandi eftir að myndbandið, sem sjá má hér að neðan, var birt á samfélagsmiðlum. Á myndbandinu má sjá þrjá mennina stugga við súlunni á meðan einn þeirra tók myndbandið upp.

Rústirnar eru í bænun Hampi á Suður-Indlandi og eru þær vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan var fljótt að finna mennina og nýverið voru þeir dæmdir til þess að greiða háa sekt auk þess sem þeir voru skikkaðir til þess að laga súluna.

Um fjóra til fimm tíma tók að laga súluna að því er kemur fram í frétt BBC en líklega munu mennirnir láta sér þetta að kenningu verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×