Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 15:33 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kvika banki ekki við því hyggst VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vakti athygli á málinu fyrr í mánuðinum. Þar greindi hann frá því að hann hefði fengið sent afrit af tölvupóstum sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum um mánaðamótin. Í póstunum hafi leigjendunum verið boðinn „nýr“ leigusamningur þar sem leigan hækkaði um 20 þúsund krónur á mánuði umfram verðbætur milli ára. Í framhaldinu hvatti Ragnar Þór leigjendur til að senda félaginu afrit af tölvupóstsamskiptum við leigusala „sem eru að hækka húsaleigu langt umfram það sem eðlilegt er“. Í dag var svo birt bréf á vef VR sem stílað er á stjórnendur Kviku banka. Bankinn er eigandi sjóðstýringafélagsins GAMMA og þar með Almenna leigufélagsins. Í bréfinu segir að VR hafi borist gögn með samskiptum Almenna leigufélagsins við nokkra leigjendur sína. Þar sé krafist tugþúsunda hækkunar leigu og leigjendum jafnframt settir þeir afarkostir að samþykkja hækkunina „ellegar vera hent á götuna án húsaskjóls“. Til þessa fái leigjendur fjögurra daga umhugsunarfrest, að því er segir í bréfi VR. „Ljóst er að tugþúsunda hækkun á leigu gerir væntar hækkanir sem VR er nú að semja um við Samtök atvinnulífsins að engu. Það er varla hægt að lýsa þessu með öðrum orðum en sem grimmd, taumlausri græðgi og mannvonsku.“Frestur til að láta af „grimmdarverkum“ Stjórn VR segist ekki ætla að sætta sig við þessi vinnubrögð Almenna leigufélagsins. Því hafi félagið ákveðið að veita Kviku banka fjögurra daga frest til að endurskoða stefnu sína, ellegar muni VR taka allt sitt fé, 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. „Við kjósum að láta ekki bendla okkur við aðila sem beita slíkum meðulum og höfum tekið þá ákvörðun að veita Kviku banka fjögurra daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta þessum grimmdarverkum og koma því þannig fyrir að leiga félagsins hækki ekki umfram verðlag og að leigjendum verði tryggt húsnæðisöryggi. Hafi það ekki verið gert innan fjögra daga mun VR taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka sem er um 4,2 milljarðar króna.“Hér að neðan má sjá dæmi um tölvupóst sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum. Pósturinn var birtur í bréfi VR.„Góðan dag, Nú líður að lokum leigusamnings þíns um íbúðarhúsnæði við xxxxxx nr. xx, 108 - Reykjavík og langar okkur því að bjóða þér að endurnýja hann. Samningurinn rennur út þann 31.03.2019. Við getum boðið þér tveggja ára leigusamning á kr. xxx.xxx,- á mánuði. Vinsamlegast staðfestu endurnýjun fyrir þriðjudaginn 5. febrúar með því að svara þessum pósti. Við biðjum þig jafnframt um að láta okkur vita viljir þú ekki endurnýja samninginn.Endilega vertu í sambandi við okkur sem fyrst með hvað þú hyggst gera.“Uppfært klukkan 16:58Í fyrri útgáfu stóð að Kvika væri eigandi Almenna leigufélagsins. Kaupin eru enn á borði Samkeppniseftirlitsins. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kvika banki ekki við því hyggst VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vakti athygli á málinu fyrr í mánuðinum. Þar greindi hann frá því að hann hefði fengið sent afrit af tölvupóstum sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum um mánaðamótin. Í póstunum hafi leigjendunum verið boðinn „nýr“ leigusamningur þar sem leigan hækkaði um 20 þúsund krónur á mánuði umfram verðbætur milli ára. Í framhaldinu hvatti Ragnar Þór leigjendur til að senda félaginu afrit af tölvupóstsamskiptum við leigusala „sem eru að hækka húsaleigu langt umfram það sem eðlilegt er“. Í dag var svo birt bréf á vef VR sem stílað er á stjórnendur Kviku banka. Bankinn er eigandi sjóðstýringafélagsins GAMMA og þar með Almenna leigufélagsins. Í bréfinu segir að VR hafi borist gögn með samskiptum Almenna leigufélagsins við nokkra leigjendur sína. Þar sé krafist tugþúsunda hækkunar leigu og leigjendum jafnframt settir þeir afarkostir að samþykkja hækkunina „ellegar vera hent á götuna án húsaskjóls“. Til þessa fái leigjendur fjögurra daga umhugsunarfrest, að því er segir í bréfi VR. „Ljóst er að tugþúsunda hækkun á leigu gerir væntar hækkanir sem VR er nú að semja um við Samtök atvinnulífsins að engu. Það er varla hægt að lýsa þessu með öðrum orðum en sem grimmd, taumlausri græðgi og mannvonsku.“Frestur til að láta af „grimmdarverkum“ Stjórn VR segist ekki ætla að sætta sig við þessi vinnubrögð Almenna leigufélagsins. Því hafi félagið ákveðið að veita Kviku banka fjögurra daga frest til að endurskoða stefnu sína, ellegar muni VR taka allt sitt fé, 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. „Við kjósum að láta ekki bendla okkur við aðila sem beita slíkum meðulum og höfum tekið þá ákvörðun að veita Kviku banka fjögurra daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta þessum grimmdarverkum og koma því þannig fyrir að leiga félagsins hækki ekki umfram verðlag og að leigjendum verði tryggt húsnæðisöryggi. Hafi það ekki verið gert innan fjögra daga mun VR taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka sem er um 4,2 milljarðar króna.“Hér að neðan má sjá dæmi um tölvupóst sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum. Pósturinn var birtur í bréfi VR.„Góðan dag, Nú líður að lokum leigusamnings þíns um íbúðarhúsnæði við xxxxxx nr. xx, 108 - Reykjavík og langar okkur því að bjóða þér að endurnýja hann. Samningurinn rennur út þann 31.03.2019. Við getum boðið þér tveggja ára leigusamning á kr. xxx.xxx,- á mánuði. Vinsamlegast staðfestu endurnýjun fyrir þriðjudaginn 5. febrúar með því að svara þessum pósti. Við biðjum þig jafnframt um að láta okkur vita viljir þú ekki endurnýja samninginn.Endilega vertu í sambandi við okkur sem fyrst með hvað þú hyggst gera.“Uppfært klukkan 16:58Í fyrri útgáfu stóð að Kvika væri eigandi Almenna leigufélagsins. Kaupin eru enn á borði Samkeppniseftirlitsins.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21