„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 09:19 Trump og Pútín hittust á G20-fundi í Hamborg árið 2017. Vísir/EPA „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. Trump er sagður hafa látið ummælin falla eftir að embættismennirnir reyndu að sannfæra hann um að staðhæfingar hans um vopnagetu Norður-Kóreu væru ekki í samræmi við upplýsingar þeirra.Þetta kom fram í eldfimu viðtali 60 mínútna við Andrew McCabe, sem tók við tímabundið við stjórnartaumunum í FBI, bandarísku alríkislögreglunni, eftir að James Comey var rekinn. McCabe segist ekki hafa verið viðstaddur fundinn þar sem Trump er sagður hafa látið ummælin falla en að kollegi hans innan FBI, sem var viðstaddur, hafi sagt McCabe frá því eftir fundinn. Á fundinum er Trump sagður hafa rætt sérstaklega um eldflaugaskot Norður-Kóreumanna og þá trú hans að ríkið hefði ekki getuna til þess að skjóta eldflaug frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Þessar upplýsingar hafi hann fengið beint í æð frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands.Andrew McCabe starfaði stuttlega sem forstjóri FBI.Getty/Alex Wong„Embættismennirnir sem voru viðstaddir fundinn sögðu honum þá frá því að það stemmdi ekki við þær upplýsingar sem njósnastofnanir okkar höfðu í fórum sínum,“ sagði McCabe í viðtalinu. „Forsetinn svaraði: Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ sagði McCabe í viðtalinu. Greindi McCabe frá því að hann hafi orði hneykslaður er honum var sagt frá ummælum Trump. Mikill tími fari í að safna upplýsingum svo forsetinn geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Að komast að svo miklu vantrausti og hversu óviljugur hann er til þess að fá upplýsingar um hvernig þeim málum er háttað sem hann þarf að glíma við á hverjum degi var áfall.“ “I don't care. I believe Putin,” Pres Trump allegedly said, rejecting U.S. intelligence regarding North Korean intercontinental ballistic missile capability. McCabe says he heard this from an FBI official who was at the meeting with POTUS. https://t.co/9zmoxrYNjm pic.twitter.com/lo0g9VOMAG— 60 Minutes (@60Minutes) February 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. Trump er sagður hafa látið ummælin falla eftir að embættismennirnir reyndu að sannfæra hann um að staðhæfingar hans um vopnagetu Norður-Kóreu væru ekki í samræmi við upplýsingar þeirra.Þetta kom fram í eldfimu viðtali 60 mínútna við Andrew McCabe, sem tók við tímabundið við stjórnartaumunum í FBI, bandarísku alríkislögreglunni, eftir að James Comey var rekinn. McCabe segist ekki hafa verið viðstaddur fundinn þar sem Trump er sagður hafa látið ummælin falla en að kollegi hans innan FBI, sem var viðstaddur, hafi sagt McCabe frá því eftir fundinn. Á fundinum er Trump sagður hafa rætt sérstaklega um eldflaugaskot Norður-Kóreumanna og þá trú hans að ríkið hefði ekki getuna til þess að skjóta eldflaug frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Þessar upplýsingar hafi hann fengið beint í æð frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands.Andrew McCabe starfaði stuttlega sem forstjóri FBI.Getty/Alex Wong„Embættismennirnir sem voru viðstaddir fundinn sögðu honum þá frá því að það stemmdi ekki við þær upplýsingar sem njósnastofnanir okkar höfðu í fórum sínum,“ sagði McCabe í viðtalinu. „Forsetinn svaraði: Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ sagði McCabe í viðtalinu. Greindi McCabe frá því að hann hafi orði hneykslaður er honum var sagt frá ummælum Trump. Mikill tími fari í að safna upplýsingum svo forsetinn geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Að komast að svo miklu vantrausti og hversu óviljugur hann er til þess að fá upplýsingar um hvernig þeim málum er háttað sem hann þarf að glíma við á hverjum degi var áfall.“ “I don't care. I believe Putin,” Pres Trump allegedly said, rejecting U.S. intelligence regarding North Korean intercontinental ballistic missile capability. McCabe says he heard this from an FBI official who was at the meeting with POTUS. https://t.co/9zmoxrYNjm pic.twitter.com/lo0g9VOMAG— 60 Minutes (@60Minutes) February 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47
Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14