Golf

Schauffele blandar sér í toppbaráttuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schauffele er samtals á sjö höggum undir pari og skammt frá efstu mönnum.
Schauffele er samtals á sjö höggum undir pari og skammt frá efstu mönnum. vísir/getty
Keppni á þriðja degi Opna breska meistaramótsins í golfi er nú í fullum gangi.

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele hefur leikið á fjórum höggum undir pari í dag og farið upp um tólf sæti. Hann hefur haldið uppteknum hætti frá því í gær þegar hann lék á sex höggum undir pari. Schauffele er samtals á sjö höggum undir pari.



Englendingurinn Danny Willett hefur leikið manna best í dag, á fimm höggum undir pari. Hann er sem stendur í 9. sæti á sex höggum undir pari.

Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler og Svíinn Henrik Stenson hafa báðir leikið á þremur höggum undir pari í dag og farið upp um níu sæti.

Sigurvegarinn frá því í fyrra, Francesco Molinari, hefur lokið leik á þriðja hringnum. Ítalinn lék á einu höggi yfir pari í dag og er í 54. sæti.

Efstu menn eru nýbyrjaðir á þriðja hringnum. Þegar þetta er skrifað eru Englendingurinn Lee Westwood og Bandaríkjamaðurinn JB Holmes efstir og jafnir á samtals tíu höggum undir pari. Westwood hefur fengið þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum á þriðja hringnum.



Bein útsending frá Opna breska stendur nú yfir á Stöð 2 Golf.


Tengdar fréttir

Tiger úr leik á Opna breska

Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×