Mögnuð tölfræði um Messi, Real Madrid og mörk úr aukaspyrnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 17:00 Lionel Messi. AP//Miguel Morenatti Lionel Messi skoraði eftirminnilega þrennu í gær þegar Barcelona vann 4-1 sigur á Real Betis í spænsku deildinni. Barcelona fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn með sigrinum enda er liðið nú komið með tíu stiga forystu á toppnum. Umræðan eftir leikinn snerist hins vegar nær eingöngu um Lionel Messi og snilli hans í þessum leik. Það hafa nefnilega sjaldan sést jafnflott þrenna og sú sem Messi skoraði á heimavelli Real Betis í gær. Fyrsta markið skoraði Messi beint úr aukaspyrnu, annað markið skoraði hann eftir laglegt þríhyrningaspil við Luis Suarez og það þriðja síðan með lygilegri vippu sem fékk meira að segja stuðningsmenn Real Betis til að klappa fyrir honum. Það er einmitt þetta fyrsta mark hans beint úr aukaspyrnu sem kallaði á magnaða tölfræði. Messi var þarna að skora sitt 25. mark beint úr aukaspyrnu frá og með 2011-12 tímabilinu. Aðeins eitt félag hefur skorað fleiri mörk samanlagt úr beinum aukaspyrnum á þessum tíma og það er Juventus. Eins og spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á hér fyrir neðan þýðir þetta að Messi einn sé búinn að skora fleiri mörk úr aukaspyrnum á þessum átta tímabilum en allir leikmenn Real Madrid til samans.Más goles de falta directa en las 5 grandes ligas europeas desde el comienzo de la temporada 2011-12 hasta hoy: 29 Juventus 25 LIONEL MESSI F.C. 24 Real Madrid 22 Lyon 21 Roma y Paris Saint-Germain 19 Liverpool pic.twitter.com/aVaPspo9dc — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lyon, Roma, Paris Saint-Germain og Liverpool eru dæmi um lið sem eiga ekki möguleika í Lionel Messi einan þegar kemur að mörkum úr aukaspyrnum. Messi fær vissulega að taka nær allar aukaspyrnur upp við vítateig mótherjanna en það er heldur ekki að ástæðulausu. Messi er með 8,5 prósent nýtingu í aukaspyrnum í spænsku deildinni sem er hærra en þeir Ronaldinho (7,3 prósent), Cristiano Ronaldo (6,1 prósent) og Roberto Carlos (4,2 prósent). Það er eitthvað sem segir okkur að aukaspyrnumörk Messi á þessu tímabili eigi eftir að vera fleiri. Barcelona er enn í baráttunni í bikarnum og Meistaradeildinni og því mikið af mikilvægum leikjum fram undan.BET 0-1 FCB (18') - Messi ha marcado 28 goles de falta directa en La Liga con una efectividad del 8.5% (330 lanzamientos). Cristiano anotó 19 de 310 (6.1%), Roberto Carlos anotó 16 de 382 (4.2%) y Ronaldinho anotó 15 de 205 (7.3%). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lionel Messi hefur alls skorað 45 aukaspyrnumörk fyrir félagslið og landslið á ferlinum og skiptingu þeirra má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.Messi and all his 45 free-kicks: Barcelona (39) 29 in La Liga 3 in Copa del Rey 4 in Champions League 1 in Supercopa 2 in European Super Cup Argentina (6) 3 in World Cup Qualifiers 2 in Copa América 1 in FIFA World Cup pic.twitter.com/BRp5q8c1Nz — Messi Stats (@MessiStatsNet) March 18, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Lionel Messi skoraði eftirminnilega þrennu í gær þegar Barcelona vann 4-1 sigur á Real Betis í spænsku deildinni. Barcelona fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn með sigrinum enda er liðið nú komið með tíu stiga forystu á toppnum. Umræðan eftir leikinn snerist hins vegar nær eingöngu um Lionel Messi og snilli hans í þessum leik. Það hafa nefnilega sjaldan sést jafnflott þrenna og sú sem Messi skoraði á heimavelli Real Betis í gær. Fyrsta markið skoraði Messi beint úr aukaspyrnu, annað markið skoraði hann eftir laglegt þríhyrningaspil við Luis Suarez og það þriðja síðan með lygilegri vippu sem fékk meira að segja stuðningsmenn Real Betis til að klappa fyrir honum. Það er einmitt þetta fyrsta mark hans beint úr aukaspyrnu sem kallaði á magnaða tölfræði. Messi var þarna að skora sitt 25. mark beint úr aukaspyrnu frá og með 2011-12 tímabilinu. Aðeins eitt félag hefur skorað fleiri mörk samanlagt úr beinum aukaspyrnum á þessum tíma og það er Juventus. Eins og spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á hér fyrir neðan þýðir þetta að Messi einn sé búinn að skora fleiri mörk úr aukaspyrnum á þessum átta tímabilum en allir leikmenn Real Madrid til samans.Más goles de falta directa en las 5 grandes ligas europeas desde el comienzo de la temporada 2011-12 hasta hoy: 29 Juventus 25 LIONEL MESSI F.C. 24 Real Madrid 22 Lyon 21 Roma y Paris Saint-Germain 19 Liverpool pic.twitter.com/aVaPspo9dc — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lyon, Roma, Paris Saint-Germain og Liverpool eru dæmi um lið sem eiga ekki möguleika í Lionel Messi einan þegar kemur að mörkum úr aukaspyrnum. Messi fær vissulega að taka nær allar aukaspyrnur upp við vítateig mótherjanna en það er heldur ekki að ástæðulausu. Messi er með 8,5 prósent nýtingu í aukaspyrnum í spænsku deildinni sem er hærra en þeir Ronaldinho (7,3 prósent), Cristiano Ronaldo (6,1 prósent) og Roberto Carlos (4,2 prósent). Það er eitthvað sem segir okkur að aukaspyrnumörk Messi á þessu tímabili eigi eftir að vera fleiri. Barcelona er enn í baráttunni í bikarnum og Meistaradeildinni og því mikið af mikilvægum leikjum fram undan.BET 0-1 FCB (18') - Messi ha marcado 28 goles de falta directa en La Liga con una efectividad del 8.5% (330 lanzamientos). Cristiano anotó 19 de 310 (6.1%), Roberto Carlos anotó 16 de 382 (4.2%) y Ronaldinho anotó 15 de 205 (7.3%). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lionel Messi hefur alls skorað 45 aukaspyrnumörk fyrir félagslið og landslið á ferlinum og skiptingu þeirra má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.Messi and all his 45 free-kicks: Barcelona (39) 29 in La Liga 3 in Copa del Rey 4 in Champions League 1 in Supercopa 2 in European Super Cup Argentina (6) 3 in World Cup Qualifiers 2 in Copa América 1 in FIFA World Cup pic.twitter.com/BRp5q8c1Nz — Messi Stats (@MessiStatsNet) March 18, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira