Segir Dag hafa fellt tillögu um lækkun hámarkshraða á Hringbraut Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2019 16:13 Ólafur F. Magnússon lagði tillöguna fram í maí 2009. Fréttablaðið/Anton Brink Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, segir í samtali við fréttastofu að Dagur B. Eggertsson hafi verið á meðal þeirra sem felldu tillögu sína um lækkun hámarkshraða á Hringbraut og víðar árið 2009. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við Vísi í dag að hann vilji lækka hámarkshraða á Hringbraut. Hann segir hraðbrautir ekki eiga heima í miðjum íbúðahverfum og það hafi nú þegar verið settar fram tillögur um lækkun hámarkshraða á svæðinu. Ólafur segir einnig að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, hafi gert að engu „ítarlega útfærðar áætlanir“ Ólafs um aukið umferðaröryggi barna á leið í skóla. Hann segist hafa verið áratug á undan í umferðaröryggismálum Reykvíkinga og hafi hann fengið lengri tíma í borgarstjórastóli væri búið að lagfæra mörg þau vandamál sem eru til staðar. Lagði fram tillöguna til þess að auka öryggi barna á leið í skóla Í maí 2009 setti Ólafur fram umferðaröryggistillögur í borgarráði þar sem hann lagði til lækkun hámarkshraða á syðri hluta Háaleitisbrautar, Bústaðavegi, Hofsvallagötu og Hringbraut. Í fundargerð frá 28. maí 2009 má finna tillögu Ólafs. „Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust,“ segir í tillögunni. Lagt var til að hámarkshraði yrði lækkaður á fleiri stöðum með það að markmiði að börn á leið í skóla þyrftu ekki að fara yfir götur með yfir 30 kílómetra hámarkshraða, til að mynda Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut vestur að Háaleitisbraut. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að úttekt yrði gerð á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og tillögur gerðar að útbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar með hliðsjón af slysum og slysablettum. Þá yrði reynsla af 30 kílómetra hverfum skoðuð í samræmi við það. Áhyggjufullir íbúar í Vesturbæ Á miðvikudagsmorgun var ekið á þrettán ára stúlku við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Stúlkan hafði verið á leið í skóla þegar slysið varð. Stúlkan slapp með lítilsháttar meiðsli. Vísir greindi frá því á dögunum að íbúar í Vesturbæ væru ósáttir við ökumenn sem keyrðu Hringbrautina. Þar væru margir hverjir yfir leyfilegum hraða og virtu ekki umferðarreglur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ákvað í kjölfarið að veita fjármagni til Vesturbæjarskóla vegna gangbrautarvörslu við götuljósin, eins og gert er við sjö aðra skóla borgarinnar. Blaðamaður Vísis náði mynd þar sem sjá má ökumann keyra yfir á rauðu ljósi þar sem ungur drengur á leið í skóla bíður eftir að komast yfir. Bíllinn brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi Borgarstjórn Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, segir í samtali við fréttastofu að Dagur B. Eggertsson hafi verið á meðal þeirra sem felldu tillögu sína um lækkun hámarkshraða á Hringbraut og víðar árið 2009. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við Vísi í dag að hann vilji lækka hámarkshraða á Hringbraut. Hann segir hraðbrautir ekki eiga heima í miðjum íbúðahverfum og það hafi nú þegar verið settar fram tillögur um lækkun hámarkshraða á svæðinu. Ólafur segir einnig að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, hafi gert að engu „ítarlega útfærðar áætlanir“ Ólafs um aukið umferðaröryggi barna á leið í skóla. Hann segist hafa verið áratug á undan í umferðaröryggismálum Reykvíkinga og hafi hann fengið lengri tíma í borgarstjórastóli væri búið að lagfæra mörg þau vandamál sem eru til staðar. Lagði fram tillöguna til þess að auka öryggi barna á leið í skóla Í maí 2009 setti Ólafur fram umferðaröryggistillögur í borgarráði þar sem hann lagði til lækkun hámarkshraða á syðri hluta Háaleitisbrautar, Bústaðavegi, Hofsvallagötu og Hringbraut. Í fundargerð frá 28. maí 2009 má finna tillögu Ólafs. „Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust,“ segir í tillögunni. Lagt var til að hámarkshraði yrði lækkaður á fleiri stöðum með það að markmiði að börn á leið í skóla þyrftu ekki að fara yfir götur með yfir 30 kílómetra hámarkshraða, til að mynda Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut vestur að Háaleitisbraut. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að úttekt yrði gerð á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og tillögur gerðar að útbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar með hliðsjón af slysum og slysablettum. Þá yrði reynsla af 30 kílómetra hverfum skoðuð í samræmi við það. Áhyggjufullir íbúar í Vesturbæ Á miðvikudagsmorgun var ekið á þrettán ára stúlku við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Stúlkan hafði verið á leið í skóla þegar slysið varð. Stúlkan slapp með lítilsháttar meiðsli. Vísir greindi frá því á dögunum að íbúar í Vesturbæ væru ósáttir við ökumenn sem keyrðu Hringbrautina. Þar væru margir hverjir yfir leyfilegum hraða og virtu ekki umferðarreglur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ákvað í kjölfarið að veita fjármagni til Vesturbæjarskóla vegna gangbrautarvörslu við götuljósin, eins og gert er við sjö aðra skóla borgarinnar. Blaðamaður Vísis náði mynd þar sem sjá má ökumann keyra yfir á rauðu ljósi þar sem ungur drengur á leið í skóla bíður eftir að komast yfir. Bíllinn brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi
Borgarstjórn Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13