Króatar sterkari á ögurstundu Hjörvar Ólafsson skrifar 12. janúar 2019 10:30 Elvar Örn Jónsson átti afar góðan leik þegar íslenska liðið mætti Króatíu. Hann skoraði fimm marka Íslands og gaf þrjár stoðsendingar. Fréttablaðið/AFP Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og því voru það lokakaflar hálfleikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnarleikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auðsjáanlegt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króatana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnarleiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og því voru það lokakaflar hálfleikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnarleikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auðsjáanlegt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króatana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnarleiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira