Tilkynningin um eldinn barst slökkviliðið á tíunda tímanum síðastliðið föstudagskvöld. Bíllinn var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn og sást reykmökkurinn nokkuð greinilega víða um höfuðborgarsvæðið.
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir bílinn hafa verið færðan á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hugsanlegt þýfi var fjarlægt úr honum og var framkvæmd frekari leit í bílnum.
Að því loknu var eiganda bílsins tilkynnt að hann hefði tvo daga til að sækja bílinn, ef hann myndi ekki vitja bílsins eftir tvo daga þá yrði honum fargað.
„Bíllinn var á leiðinni upp í Vöku,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglan skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum við lögreglustöðina á Hverfisgötu og sáust þar tveir menn sem lögreglan vill finna og ná tali af. Ekki er vitað hvernig var kveikt í bílnum.
