Dapurlegt að hjólastólar skemmist og fólki þurfti að bíða lengi eftir þeim á Keflavíkurflugvelli Sighvatur Jónsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Fyrir fjórtán árum lamaðist Magnús Jóel Jónsson vinstra megin á líkama eftir heilablóðfall. Sérútbúinn hjólastóll veitir Magnúsi nauðsynlegan stuðning, hvort sem hann situr eða stendur. Vísir/Arnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að Magnús Jóel Jónsson þurfti að bíða eftir sérútbúnum rafmagnshjólastól sínum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn þriðjudag í tæpar tvær klukkustundir. Magnús er lamaður á vinstri helmingi líkamans. Stólinn er sérsniðinn til að veita honum nauðsynlegan stuðning. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að málefnahópur bandalagsins um aðgengismál hafi átt fundi með fulltrúum Isavia um þjónustu á Keflavíkurflugvelli við fatlað fólk og aðstandendur þess. „Mér þykir það afskaplega dapurlegt að þetta skuli enn vera að gerast. Það er ekkert nýtt að við fáum svona kvartanir til okkar, bæði vegna þess að hjólastólar eru að eyðileggjast og svo líka með þessa bið.“ Þuríður segist treysta því að Isavia muni bæta úr málum. „Vissulega finnst mér að þjónustan við fatlað fólk á Keflavíkurflugvelli megi batna. Þetta er bara óboðlegt,“ segir Þuríður.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels.Vísir/Arnar„Kannski verður stóllinn eyðilagður“ Þuríður hjá Öryrkjabandalaginu bendir á það sama og Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels, að fólk veiti nákvæmar upplýsingar um hjólastóla og annan búnað til þjónustuaðila á flugvöllum. „Isavia er að þjónusta flugvöllinn, þeir gera kröfu til þess að fá þessar upplýsingar. Eitthvað hljóta þeir að ætla að gera við þær. En þarna er eitthvað mjög ábótavant,“ segir Sigríður. Hún segir að fjölskyldan hafi lent í svipuðu máli fyrir þremur árum, þá hafi hjólastóll eyðilagst í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Sigríður segir þetta draga úr áhuga Magnúsar Jóels á ferðalögum. „Hann er farinn að segja: „Mamma, ég veit ekki hvort ég treysti mér, kannski verður stóllinn eyðilagður.“ Þetta er farið að draga úr því að hann í sínum lokaða heimi geti hugsað sér að fara og ferðast með okkur. Sem er skortur á lífsgæðum.“ Mál fjölskyldunnar er til skoðunar hjá Isavia. Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að Magnús Jóel Jónsson þurfti að bíða eftir sérútbúnum rafmagnshjólastól sínum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn þriðjudag í tæpar tvær klukkustundir. Magnús er lamaður á vinstri helmingi líkamans. Stólinn er sérsniðinn til að veita honum nauðsynlegan stuðning. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að málefnahópur bandalagsins um aðgengismál hafi átt fundi með fulltrúum Isavia um þjónustu á Keflavíkurflugvelli við fatlað fólk og aðstandendur þess. „Mér þykir það afskaplega dapurlegt að þetta skuli enn vera að gerast. Það er ekkert nýtt að við fáum svona kvartanir til okkar, bæði vegna þess að hjólastólar eru að eyðileggjast og svo líka með þessa bið.“ Þuríður segist treysta því að Isavia muni bæta úr málum. „Vissulega finnst mér að þjónustan við fatlað fólk á Keflavíkurflugvelli megi batna. Þetta er bara óboðlegt,“ segir Þuríður.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels.Vísir/Arnar„Kannski verður stóllinn eyðilagður“ Þuríður hjá Öryrkjabandalaginu bendir á það sama og Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels, að fólk veiti nákvæmar upplýsingar um hjólastóla og annan búnað til þjónustuaðila á flugvöllum. „Isavia er að þjónusta flugvöllinn, þeir gera kröfu til þess að fá þessar upplýsingar. Eitthvað hljóta þeir að ætla að gera við þær. En þarna er eitthvað mjög ábótavant,“ segir Sigríður. Hún segir að fjölskyldan hafi lent í svipuðu máli fyrir þremur árum, þá hafi hjólastóll eyðilagst í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Sigríður segir þetta draga úr áhuga Magnúsar Jóels á ferðalögum. „Hann er farinn að segja: „Mamma, ég veit ekki hvort ég treysti mér, kannski verður stóllinn eyðilagður.“ Þetta er farið að draga úr því að hann í sínum lokaða heimi geti hugsað sér að fara og ferðast með okkur. Sem er skortur á lífsgæðum.“ Mál fjölskyldunnar er til skoðunar hjá Isavia.
Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira