Erlent

Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan

Kjartan Kjartansson skrifar
Ghosn hefur neitað allri sök.
Ghosn hefur neitað allri sök. Vísir/EPA

Saksóknarar í Japan hafa lagt fram tvær nýja ákærur gegn Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanni bílaframleiðandans Nissan, annars vegar fyrir alvarlegt trúnaðarbrot og hins vegar að hafa vantalið tekjur sínar. Ghosn hefur þegar verið ákærður fyrir að hafa gefið upp lægri laun en hann raunverulega fékk á fimm ára tímabili.



Lögmenn Ghosn segjast ætla að krefjast því að hann verði látinn laus gegn tryggingu. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum að afar ólíklegt sé að dómstólar fallist á þá kröfu og er því líklegt að hann sitji inni þar til mál hans verður tekið fyrir. Ghosn neitar allri sök.



Í ákærunni nú er Ghosn sakaður um að hafa vantalið laun sín yfir þriggja ára tímabil til viðbótar við það sem hann hafði áður verið ákærður fyrir. Þá er hann sagður hafa velt sautján milljón dollara, um tveggja milljarða króna, persónulega tapi sínu á fjárfestingum yfir á fyrirtækið þar sem hann skýrði það sem gengistap.



Franski bílaframleiðandinn Renault, þar sem Ghosn er enn stjórnarformaður, segir að engar vísbendingar hafi fundist um að hann hafi brotið af sér í starfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×