The Trip er að stöðvast og starfsmenn í óvissu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. janúar 2019 06:45 Baldvin Z og Andri Óttarsson eru handritshöfundar The Trip. Fréttablaðið/Ernir Framleiðsla á sjónvarpsþáttaröðinni The Trip í leikstjórn Baldvins Z hefur stöðvast vegna snurðu sem hlaupin er á þráðinn. Yfir eitt hundrað standa uppi tekjulaus en framleiðandi hjá Glassriver segir unnið að lausn málsins. „Þetta gerir það að verkum að framleiðslutímabilið færist til og það hefur náttúrlega áhrif á marga, því miður,“ segir Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver, þar sem ljóst er að seinkun verður á framleiðslu á sjónvarpsþáttunum The Trip. Um er að ræða framleiðslu á sjónvarpsseríu í tíu þáttum sem fjallar um hvarf þriggja ára tvíburasystra frá Íslandi á ferðalagi í Púertó Ríkó. Baldvin Z leikstýrir og aðalhlutverk eru í höndum Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Þorsteins Bachmann.Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver. Fréttablaðið/ValliNú nýlega var þeim sem koma að verkefninu tilkynnt að starf sem átti að fara í gang nú eftir áramótin og standa fram í mars myndi frestast. Óljóst er hvert framhaldið verður. „Við vitum það ekki eins og staðan er núna, þetta er bara nýskeð. Við hefðum viljað fá nokkra daga í að komast að því hvernig þetta fer allt saman áður en við förum að gefa út einhverjar yfirlýsingar,“ segir Arnbjörg. „Alls ekki,“ svarar hún síðan spurð hvort hugsanlega sé verið að blása verkefnið af. „Þetta er bara á viðkvæmu stigi núna af því að við erum að safna saman gögnum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um að starf sem vinna átti nú eftir áramót og fram í mars frestist þar til eftir að áður áætluðum tökum í sumar ljúki. Undirbúningur að sumartökunum myndi þá hefjast í apríl eins og áður var ráðgert. „Það er ein tillagan en við þurfum nokkra daga til að koma með nýtt plan,“ segir Arnbjörg um þetta. „Viljum ekki gefa neitt upp þessa stundina um hvenær við myndum fara af stað aftur, við eiginlega bara getum það ekki.“ Framleiðsla The Trip hefur þannig svo gott sem verið stöðvuð – í bili að minnsta kosti. „Það varðar erlendan samstarfsaðila, þetta var samstarf sem fór ekki vel,“ svarar Arnbjörg um það hvað valdi því að snurða er hlaupin á þráðinn. Þar sem málið sé á mjög viðkvæmu stigi fari Glassriver að ráðum lögfræðinga um að segja sem minnst. Gera má ráð fyrir að málið snerti beint yfir eitt hundrað manns sem höfðu skuldbundið sig The Trip en standa nú uppi tekjulaus. „Þetta varðar náttúrlega heil „crew“ og fjölda leikara en svona hlutir færast oft og reglulega til,“ segir Arnbjörg og ítrekar að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. „Við þurfum svo bara að sjá hverjir eru tilbúnir og í startholunum þegar og ef allt gengur að óskum og við förum að stað aftur,“ segir Arnbjörg. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Framleiðsla á sjónvarpsþáttaröðinni The Trip í leikstjórn Baldvins Z hefur stöðvast vegna snurðu sem hlaupin er á þráðinn. Yfir eitt hundrað standa uppi tekjulaus en framleiðandi hjá Glassriver segir unnið að lausn málsins. „Þetta gerir það að verkum að framleiðslutímabilið færist til og það hefur náttúrlega áhrif á marga, því miður,“ segir Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver, þar sem ljóst er að seinkun verður á framleiðslu á sjónvarpsþáttunum The Trip. Um er að ræða framleiðslu á sjónvarpsseríu í tíu þáttum sem fjallar um hvarf þriggja ára tvíburasystra frá Íslandi á ferðalagi í Púertó Ríkó. Baldvin Z leikstýrir og aðalhlutverk eru í höndum Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Þorsteins Bachmann.Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Glassriver. Fréttablaðið/ValliNú nýlega var þeim sem koma að verkefninu tilkynnt að starf sem átti að fara í gang nú eftir áramótin og standa fram í mars myndi frestast. Óljóst er hvert framhaldið verður. „Við vitum það ekki eins og staðan er núna, þetta er bara nýskeð. Við hefðum viljað fá nokkra daga í að komast að því hvernig þetta fer allt saman áður en við förum að gefa út einhverjar yfirlýsingar,“ segir Arnbjörg. „Alls ekki,“ svarar hún síðan spurð hvort hugsanlega sé verið að blása verkefnið af. „Þetta er bara á viðkvæmu stigi núna af því að við erum að safna saman gögnum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um að starf sem vinna átti nú eftir áramót og fram í mars frestist þar til eftir að áður áætluðum tökum í sumar ljúki. Undirbúningur að sumartökunum myndi þá hefjast í apríl eins og áður var ráðgert. „Það er ein tillagan en við þurfum nokkra daga til að koma með nýtt plan,“ segir Arnbjörg um þetta. „Viljum ekki gefa neitt upp þessa stundina um hvenær við myndum fara af stað aftur, við eiginlega bara getum það ekki.“ Framleiðsla The Trip hefur þannig svo gott sem verið stöðvuð – í bili að minnsta kosti. „Það varðar erlendan samstarfsaðila, þetta var samstarf sem fór ekki vel,“ svarar Arnbjörg um það hvað valdi því að snurða er hlaupin á þráðinn. Þar sem málið sé á mjög viðkvæmu stigi fari Glassriver að ráðum lögfræðinga um að segja sem minnst. Gera má ráð fyrir að málið snerti beint yfir eitt hundrað manns sem höfðu skuldbundið sig The Trip en standa nú uppi tekjulaus. „Þetta varðar náttúrlega heil „crew“ og fjölda leikara en svona hlutir færast oft og reglulega til,“ segir Arnbjörg og ítrekar að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. „Við þurfum svo bara að sjá hverjir eru tilbúnir og í startholunum þegar og ef allt gengur að óskum og við förum að stað aftur,“ segir Arnbjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira