Erlent

Fyrrum ís­­lensk flug­­vél nýr á­­fanga­­staður kafara í skemmti­garði á hafs­botni

Sylvía Hall skrifar
Vélin var dregin út á haf þar sem henni var síðar sökkt.
Vélin var dregin út á haf þar sem henni var síðar sökkt. Facebook
Boeing 747 flugvél sem var áður í eigu Air Atlanta hefur fengið hlutverk og heldur ólíkt því sem henni var ætlað. Vélinni hefur verið sökkt á hafsbotn þar sem hún mun nú verða áfangastaður ævintýragjarnra kafara í Barein.

Um er að ræða neðansjávar skemmtigarð sem ríkisstjórn Barein hefur verið að þróa og nær skemmtigarðurinn yfir hundrað þúsund fermetra svæði á hafsbotni. Er skemmtigarðurinn sagður vera sá stærsti sinnar tegundar og má þar finna meðal annars umrædda flugvél, skip, hús og fjögurra til fimm metra há segl.

Umrædd vél var upphaflega í eigu Malaysia Airlines frá árinu 1982 þar sem hún var bæði notuð sem farþegaflugvél og flutningaflugvél. Árið 2006 var hún seld til Focus Air og tveimur árum seinna til Air Atlanta Icelandic.

Vélin hefur verið uppgerð til þess að líkjast frumgerð Boeing 747 vélanna frá árinu 1969 og er því að finna hvíta vél með rauðri rönd á hafsbotni við strendur Barein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×