Erlent

Öflug sprenging í fjölbýlishúsi í Linköping

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Húsið er mikið skemmt eftir sprenginguna eins og sést.
Húsið er mikið skemmt eftir sprenginguna eins og sést. twitter
Öflug sprenging varð í sænsku borginni Linköping í morgun. Sprengingin varð í fjölbýlishúsi en tilkynnt hefur verið að 25 manns hafi slasast. Búið er að girða af stórt svæði í kringum húsið sem af myndum af dæma er mikið skemmt.

Mikill fjöldi björgunarliðs er á staðnum að því er fram kemur í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um málið.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og ekki er ljóst hvað orsakaði sprenginguna.

Samkvæmt talsmanni lögreglunnar virðist sem svo að enginn hafi slasast alvarlega í sprengingunni.

Rannsókn er hafin á ástæðum sprengingarinnar en fyrir liggur að engar gasleiðslur séu í húsinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×