Bretar segja rússnesk stjórnvöld þurfa að haga sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 08:00 Pútín vill hætta að tala um Skrípal. Nordicphotos/AFP Samband Bretlands og Rússlands batnar ekki nema rússnesk stjórnvöld breyti hegðun sinni. Þetta sagði upplýsingafulltrúi Theresu May, breska forsætisráðherrans, í gær. Samband ríkjanna hefur verið afar stirt að undanförnu og þá sérstaklega eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans í Salisbury á síðasta ári. „Við höfum verið afdráttarlaus og sagt að árásargirni og viðleitni Rússa til að skapa óreiðu grafi undan fullyrðingum þeirra um að ríkið geti verið ábyrgur samstarfsaðili,“ hafði Reuters eftir upplýsingafulltrúanum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist fyrr í gær vona að næsti forsætisráðherra Bretlands, valinn í komandi leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, gæti leyft sér að gleyma efnavopnaárásinni í Salisbury og þannig einbeitt sér að því að bæta sambandið. Rússar hafa frá upphafi neitað ábyrgð í málinu en Bretar og fleiri ríki vísuðu rússneskum erindrekum úr landi vegna Skrípal-árásarinnar. Tveir Rússar hafa verið ákærðir í Bretlandi fyrir morðtilraun vegna málsins. „Hnattræn vandamál sem tengjast sameiginlegum hagsmunum á sviði efnahags-, félags- og varnarmála eru mun mikilvægari en leikir leyniþjónusta. Ég tala hér sem sérfræðingur, trúið mér. Við þurfum að hætta að einbeita okkur að smámálum sem þessu og fara að ræða það sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Pútín og tók fram að bætt samskipti væru góð fyrir þau hundruð breskra fyrirtækja sem hafa starfsemi í Rússlandi. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Rússland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Samband Bretlands og Rússlands batnar ekki nema rússnesk stjórnvöld breyti hegðun sinni. Þetta sagði upplýsingafulltrúi Theresu May, breska forsætisráðherrans, í gær. Samband ríkjanna hefur verið afar stirt að undanförnu og þá sérstaklega eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans í Salisbury á síðasta ári. „Við höfum verið afdráttarlaus og sagt að árásargirni og viðleitni Rússa til að skapa óreiðu grafi undan fullyrðingum þeirra um að ríkið geti verið ábyrgur samstarfsaðili,“ hafði Reuters eftir upplýsingafulltrúanum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist fyrr í gær vona að næsti forsætisráðherra Bretlands, valinn í komandi leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, gæti leyft sér að gleyma efnavopnaárásinni í Salisbury og þannig einbeitt sér að því að bæta sambandið. Rússar hafa frá upphafi neitað ábyrgð í málinu en Bretar og fleiri ríki vísuðu rússneskum erindrekum úr landi vegna Skrípal-árásarinnar. Tveir Rússar hafa verið ákærðir í Bretlandi fyrir morðtilraun vegna málsins. „Hnattræn vandamál sem tengjast sameiginlegum hagsmunum á sviði efnahags-, félags- og varnarmála eru mun mikilvægari en leikir leyniþjónusta. Ég tala hér sem sérfræðingur, trúið mér. Við þurfum að hætta að einbeita okkur að smámálum sem þessu og fara að ræða það sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Pútín og tók fram að bætt samskipti væru góð fyrir þau hundruð breskra fyrirtækja sem hafa starfsemi í Rússlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Rússland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira