Innlent

Steingrímur segir þingstörf hafa gengið vel þrátt fyrir óánægju þingmanna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/ÞÞ
„Þingstörf ganga ágætlega núna og mörg mál voru afgreidd í morgun,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu Vísis. Þingstörf hafa dregist nokkuð á langinn en Steingrímur er bjartsýnn á að þingstörfum muni ljúka fljótlega. Steingrímur var að keyra norður í helgarfrí í góða veðrinu þegar fréttastofa hitti á hann.

Á dagskrá þingsins eru 47 mál sem þarf að afgreiða áður en þingstörfum líkur fyrir sumarið, en þar með sagt markar það ekki sumarfrí hjá þingmönnum. Margir þeirra munu halda áfram störfum sínum í nefndum, jafnt innlendum sem alþjóðlegum. Þegar hlé var gert á þingfund á hádegi var til fór fram 2. umræða á 23. máli sem þingið þarf að taka fyrir fyrir þinglok, um lagafrumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.

Gagn­rýndu þing­­­for­­­seta fyrir sam­ráðs­leysi um breytta dag­skrá



Stjórnar­and­staðan óttast fullnaðar­sigur Mið­flokksins


Í upphafi þingfundar í gærmorgun varð mikið uppnám í þingsal vegna dagskrárbreytinga en þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna, að undanskildum þingmönnum Miðflokks, var mikið brugðið því búið var að færa umræðu um þriðja orkupakkann úr fyrsta máli í það síðasta.

Steingrímur sagði að þingstörf í gær hafi gengið vel og grínaðist með að þingmenn hafi aðeins þurft að fá útrás og „skamma forsetann.“

Steingrímur segir ekki miklu máli skipta hvort mál þriðja orkupakkans verði tekið fyrir áður en þing ljúki störfum og bíði fram á haust, það þurfi aðeins að gerast áður en nýtt þing taki við, sem verður þriðjudaginn 10. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×