Þroskaþjófur Sigríður Karlsdóttir skrifar 7. júní 2019 09:15 Ég gleymi seint því augnabliki þegar ég heyrði orðið „þroskaþjófur“ fyrst. Ég var í samtali við konu sem er mér afar kær og hún segir við mig eftir að ég tilkynnti henni mæðulega hvað ég væri nú orðin þreytt á að sjá um allt og alla: „Já, elskan mín, þú er svona þroskaþjófur.“ Pffmmm… þroskaþjófur hvað? Þetta var fyrir mörgum árum og er ég enn þann dag í dag að leika þetta hlutverk af og til, stundum og sjaldan. Fer eftir árstíðum og skapi. Í morgun lá ég rænulaus í rúminu vegna flensu. Ég gat ekki verið til staðar og maðurinn minn farinn í vinnuna. Tvær dásamlegar skjátur, 3ja og 7 ára voru frammi. Í gegnum hurðina hlustaði ég á þessar skjátur klæða sig sjálfar (sem þær reyndar hafa alltaf náð að gera sjálfar), græja nestið sitt, íþróttaföt og lestrarbókin fór á sinn stað. Rétt fyrir klukkan átta skottuðust þær síðan út og kvöddu fárveika móður sína. Þær ætluðu bara að fá far hjá nágrannanum. Ég þurfti, þennan morgun ekki að lyfta litla putta. Hvað?? Gerðist þetta bara?? Var hún með greitt hárið? Og bíddu, var yngri skottan í vettlingum? Og ég bara inn í rúmi?? Ég á ekki til orð (sagt á innsoginu). Þá reikaði hugur minn að þessu orð. Þroskaþjófur. Ég skal segja ykkur hvað þroskaþjófur er. En það er ekki grímuklæddur maður sem læðist inn um brotnar dyr að næturlagi og setur þroskann ykkar í krukku. (Gæti samt verið flott stöff í ævintýramynd). Nei. Það er einfaldlega bara umhyggjusöm, ábyrgðarfull fyrirmyndar húsmóðir (eða faðir) með nokkur börn. Haldandi á tusku í annarri og símanum í hinni. Jafnvel með skikkju á bakinu sem stendur „ég get allt sjálf“. Þegar ég hef haft lítinn tíma til að sinna börnunum mínum vegna anna, eða er með samviskubit yfir að hafa ekki verið til staðar fyrir þær í einhvern tíma, þá vaknar þjófurinn í mér. Þá fer hann að gera allt fyrir litlu englana sína til að sýna þeim ást og umhyggju. Þjófurinn fer að rétta þeim skeið út í jógúrtið, en þær sitja samt hliðina á skúffunni. Finna föt fyrir þær á morgnana, reima skóna sem þær kunna alveg sjálfar. Hann fer að ganga frá eftir matinn og þessir litlu englar breytast í ósjálfbjarga prinsessur og mamman, sem vanalega er nú bara nokkuð vel stödd verður þreytt, örg og tuðar yfir af hverju þær geta ekki tekið til í herberginu sínu eða náð í hlutina sjálfar. Hmmm…. Ég þekki konu sem þurfti að fara út af heimilinu alla virka daga (5 daga í senn) því hún var í endurhæfingu. Á meðan voru unglingsdrengirnir hennar heima með pabbanum. Hún sagði mér að eftir nokkrar vikur þá hefði hún horft upp á lötu unglingsdrengina sína, skipta um á rúmunum sjálfir, elda og ganga frá. Hún átti ekki til orð. Allt í einu þá fóru bara allir að gera sitt. Alveg aleinir. Og engin mamma? Hún var mjög hissa skal ég segja ykkur. Þroskaþjófur hefur mörg einkenni. Svona eins og með sjúkdóma. Þroskaþjófurinn er líka á mörgum stigum. Fjórða stigs þroskaþjófur hefur alveg lent í því að þvo þvotta af fullorðnum börnum sínum, sækir um vinnu fyrir fullorðin börn sín, klæðir fermingabörn í sokkana sína, lærir fyrir barnið eða reddar þeim úr vandamálum með því að kaupa eitthvað eða semja. Ef fjórða stigs þroskaþjófur fær að blómstra, þá enda börnin gjarnan á því að vera vanvirk og geta ekki bjargað sér sjálf. Þau fá ekki hugrekkið eða sjálfstraustið til að gera það sem þarf að gera þegar út í lífið er komið. Svo oft á tíðum, klóra fjórða stigs þroskaþjófar sér í hausnum og skilja ekki af hverju barnið plummar sig ekki í lífinu. Ég er viss um að í morgun löbbuðu tvær ungar dömur út í lífið með bros á vör og hjartað fullt af sjálfstrausti. Tilfinningin að geta eitthvað sjálfur og fá áskorun og sigra, er ómetanleg. Hún hjálpar okkur að þroskast, blómstra og styrkjast. Ég mun, án efa, þurfa að fylgjast með þessum dömum mínum sem skokkuðu út í morgun, byrja með strákum eða stelpum sem ég hefði ekki valið. Ég mun þurfa að fylgjast með þeim í ástarsorg, í stríðni og fá höfnun í vinnu jafnvel. Ég mun þurfa að horfa upp á börnin mín í sársauka, gremju og reiði. Ef ég ætla að leyfa þeim að þroskast, þá verð ég að svæfa þroskaþjófinn og leyfa þeim að lifa. Ég verð að horfa upp á þær detta (kannski ekki mjög hátt), lenda í drama, kanna hættur, taka slæmar ákvarðanir án þess að ég segi þeim hvaða ákvarðanir þær eigi að taka, fara út af brautinni, gera mistök…. því annars ná þær ekki þroskanum sem felst í hverju skrefi barns. Fyrir mér liggur þetta í þunnri línu umhyggju og stjórnsemi. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Stundum vitum við samt ekki hvað er best fyrir þau. Við bara höldum að við vitum það. Stundum þurfum við að hjálpa. Og það liggur svo mikil fegurð í því að sjá foreldra sem styðja börnin sín. Aðstoða þau. Vera til staðar. Ég ætla sko ekki að sverta það. En það er einhver furðu óljós lína þarna á milli. Á einhverjum tímapunkti, hættum við að vera hjálpsöm og verðum stjórnsöm. Þar poppar þroskaþjófurinn upp. Þessar umræddu skjátur, kenndu mér margt í morgun og minntu mig á orð konunnar sem ég heyrði fyrir mörgum árum. Ég ætla svæfa þroskaþjófinn minn í dag og minna mig á þessi aldrei of oft sögðu orð: Lifum og leyfum öðrum að lifa.Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ég gleymi seint því augnabliki þegar ég heyrði orðið „þroskaþjófur“ fyrst. Ég var í samtali við konu sem er mér afar kær og hún segir við mig eftir að ég tilkynnti henni mæðulega hvað ég væri nú orðin þreytt á að sjá um allt og alla: „Já, elskan mín, þú er svona þroskaþjófur.“ Pffmmm… þroskaþjófur hvað? Þetta var fyrir mörgum árum og er ég enn þann dag í dag að leika þetta hlutverk af og til, stundum og sjaldan. Fer eftir árstíðum og skapi. Í morgun lá ég rænulaus í rúminu vegna flensu. Ég gat ekki verið til staðar og maðurinn minn farinn í vinnuna. Tvær dásamlegar skjátur, 3ja og 7 ára voru frammi. Í gegnum hurðina hlustaði ég á þessar skjátur klæða sig sjálfar (sem þær reyndar hafa alltaf náð að gera sjálfar), græja nestið sitt, íþróttaföt og lestrarbókin fór á sinn stað. Rétt fyrir klukkan átta skottuðust þær síðan út og kvöddu fárveika móður sína. Þær ætluðu bara að fá far hjá nágrannanum. Ég þurfti, þennan morgun ekki að lyfta litla putta. Hvað?? Gerðist þetta bara?? Var hún með greitt hárið? Og bíddu, var yngri skottan í vettlingum? Og ég bara inn í rúmi?? Ég á ekki til orð (sagt á innsoginu). Þá reikaði hugur minn að þessu orð. Þroskaþjófur. Ég skal segja ykkur hvað þroskaþjófur er. En það er ekki grímuklæddur maður sem læðist inn um brotnar dyr að næturlagi og setur þroskann ykkar í krukku. (Gæti samt verið flott stöff í ævintýramynd). Nei. Það er einfaldlega bara umhyggjusöm, ábyrgðarfull fyrirmyndar húsmóðir (eða faðir) með nokkur börn. Haldandi á tusku í annarri og símanum í hinni. Jafnvel með skikkju á bakinu sem stendur „ég get allt sjálf“. Þegar ég hef haft lítinn tíma til að sinna börnunum mínum vegna anna, eða er með samviskubit yfir að hafa ekki verið til staðar fyrir þær í einhvern tíma, þá vaknar þjófurinn í mér. Þá fer hann að gera allt fyrir litlu englana sína til að sýna þeim ást og umhyggju. Þjófurinn fer að rétta þeim skeið út í jógúrtið, en þær sitja samt hliðina á skúffunni. Finna föt fyrir þær á morgnana, reima skóna sem þær kunna alveg sjálfar. Hann fer að ganga frá eftir matinn og þessir litlu englar breytast í ósjálfbjarga prinsessur og mamman, sem vanalega er nú bara nokkuð vel stödd verður þreytt, örg og tuðar yfir af hverju þær geta ekki tekið til í herberginu sínu eða náð í hlutina sjálfar. Hmmm…. Ég þekki konu sem þurfti að fara út af heimilinu alla virka daga (5 daga í senn) því hún var í endurhæfingu. Á meðan voru unglingsdrengirnir hennar heima með pabbanum. Hún sagði mér að eftir nokkrar vikur þá hefði hún horft upp á lötu unglingsdrengina sína, skipta um á rúmunum sjálfir, elda og ganga frá. Hún átti ekki til orð. Allt í einu þá fóru bara allir að gera sitt. Alveg aleinir. Og engin mamma? Hún var mjög hissa skal ég segja ykkur. Þroskaþjófur hefur mörg einkenni. Svona eins og með sjúkdóma. Þroskaþjófurinn er líka á mörgum stigum. Fjórða stigs þroskaþjófur hefur alveg lent í því að þvo þvotta af fullorðnum börnum sínum, sækir um vinnu fyrir fullorðin börn sín, klæðir fermingabörn í sokkana sína, lærir fyrir barnið eða reddar þeim úr vandamálum með því að kaupa eitthvað eða semja. Ef fjórða stigs þroskaþjófur fær að blómstra, þá enda börnin gjarnan á því að vera vanvirk og geta ekki bjargað sér sjálf. Þau fá ekki hugrekkið eða sjálfstraustið til að gera það sem þarf að gera þegar út í lífið er komið. Svo oft á tíðum, klóra fjórða stigs þroskaþjófar sér í hausnum og skilja ekki af hverju barnið plummar sig ekki í lífinu. Ég er viss um að í morgun löbbuðu tvær ungar dömur út í lífið með bros á vör og hjartað fullt af sjálfstrausti. Tilfinningin að geta eitthvað sjálfur og fá áskorun og sigra, er ómetanleg. Hún hjálpar okkur að þroskast, blómstra og styrkjast. Ég mun, án efa, þurfa að fylgjast með þessum dömum mínum sem skokkuðu út í morgun, byrja með strákum eða stelpum sem ég hefði ekki valið. Ég mun þurfa að fylgjast með þeim í ástarsorg, í stríðni og fá höfnun í vinnu jafnvel. Ég mun þurfa að horfa upp á börnin mín í sársauka, gremju og reiði. Ef ég ætla að leyfa þeim að þroskast, þá verð ég að svæfa þroskaþjófinn og leyfa þeim að lifa. Ég verð að horfa upp á þær detta (kannski ekki mjög hátt), lenda í drama, kanna hættur, taka slæmar ákvarðanir án þess að ég segi þeim hvaða ákvarðanir þær eigi að taka, fara út af brautinni, gera mistök…. því annars ná þær ekki þroskanum sem felst í hverju skrefi barns. Fyrir mér liggur þetta í þunnri línu umhyggju og stjórnsemi. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Stundum vitum við samt ekki hvað er best fyrir þau. Við bara höldum að við vitum það. Stundum þurfum við að hjálpa. Og það liggur svo mikil fegurð í því að sjá foreldra sem styðja börnin sín. Aðstoða þau. Vera til staðar. Ég ætla sko ekki að sverta það. En það er einhver furðu óljós lína þarna á milli. Á einhverjum tímapunkti, hættum við að vera hjálpsöm og verðum stjórnsöm. Þar poppar þroskaþjófurinn upp. Þessar umræddu skjátur, kenndu mér margt í morgun og minntu mig á orð konunnar sem ég heyrði fyrir mörgum árum. Ég ætla svæfa þroskaþjófinn minn í dag og minna mig á þessi aldrei of oft sögðu orð: Lifum og leyfum öðrum að lifa.Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar