Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2019 17:15 Greta Thunberg, sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð, sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. Thunberg átti þess ekki kost að sækja ráðstefnuna sem fram fór í Hörpu í dag af þeirri ástæðu að hún ferðast ekki með flugvélum. „Mér þykir leitt að hafa ekki getað verið með ykkur í dag, en þar sem ég ferðast ekki með flugvélum gat ég ekki komið,“ sagði Thunberg við ráðstefnugesti. „En mig langaði bara að segja að við unga fólkið erum framtíðin. Við stöndum frammi fyrir miklum vanda, hlýnun jarðar. Við unga fólkið sköpuðum ekki þann vanda. Við fæddumst bara inn í þennan heim þar sem vandamálið var þegar til staðar. Samt sem áður erum það við sem verðum fyrir mestum áhrifum af þessum vanda. Það er ekki sanngjarnt þannig að við verðum að gera eldri kynslóðir ábyrgar fyrir því sem þær hafa gert, og fyrir því sem þær halda áfram að gera okkur. Og við verðum að bregðast við strax því hver dagur sem líður án aðgerða er slys. Hvert ár sem líður án aðgerða er stórslys. Þannig að við verðum að gera eitthvað núna.“Frá Hörpu í dag þar sem boðið var upp á vatn að drekka.Vísir/SunnaSæmThunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Íslensk ungmenni hafa farið að fordæmi hennar á föstudögum og mótmælt á Austurvelli. Ávarp Thunberg í dag var á svipuðum nótum og þegar hún ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði Thunberg við ráðamenn.Ávarp hennar í Hörpu í dag má sjá í spilaranum að neðan. Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Greta Thunberg, sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð, sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. Thunberg átti þess ekki kost að sækja ráðstefnuna sem fram fór í Hörpu í dag af þeirri ástæðu að hún ferðast ekki með flugvélum. „Mér þykir leitt að hafa ekki getað verið með ykkur í dag, en þar sem ég ferðast ekki með flugvélum gat ég ekki komið,“ sagði Thunberg við ráðstefnugesti. „En mig langaði bara að segja að við unga fólkið erum framtíðin. Við stöndum frammi fyrir miklum vanda, hlýnun jarðar. Við unga fólkið sköpuðum ekki þann vanda. Við fæddumst bara inn í þennan heim þar sem vandamálið var þegar til staðar. Samt sem áður erum það við sem verðum fyrir mestum áhrifum af þessum vanda. Það er ekki sanngjarnt þannig að við verðum að gera eldri kynslóðir ábyrgar fyrir því sem þær hafa gert, og fyrir því sem þær halda áfram að gera okkur. Og við verðum að bregðast við strax því hver dagur sem líður án aðgerða er slys. Hvert ár sem líður án aðgerða er stórslys. Þannig að við verðum að gera eitthvað núna.“Frá Hörpu í dag þar sem boðið var upp á vatn að drekka.Vísir/SunnaSæmThunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Íslensk ungmenni hafa farið að fordæmi hennar á föstudögum og mótmælt á Austurvelli. Ávarp Thunberg í dag var á svipuðum nótum og þegar hún ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði Thunberg við ráðamenn.Ávarp hennar í Hörpu í dag má sjá í spilaranum að neðan.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45
Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45
Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00