Nýr fréttamiðill virðist vera á vegum Hatara Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. janúar 2019 16:16 Söngvarar Hatara í viðtali við Iceland Music News. Skjáskot Nú fyrir helgi dreifði hljómsveitin Hatari, sem á nýlega að hafa lagt upp laupana, einkaviðtali nýs, óþekkts fréttamiðils við sveitina. Vefsíðan sem um ræðir heitir Iceland Music News. Við nánari athugun kemur í ljós að einungis er að finna fréttir um Hatara á vefnum, auk þess að á honum kemur fram að hann er í eigu Svikamyllu ehf., en Svikamylla ehf. var rekstraraðili Hatara þar til stjórn hennar „ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins“ í desember. Það liggur þó fyrir að sveitin kemur fram á hátíðinni Eurosonic í Hollandi í vikunni, svo sveitin virðist ekki dauð úr öllum æðum. Í „einkaviðtalinu“ eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, spurðir út í ástæður þess að sveitin hafi lagt upp laupana. Þar hafi vegið þyngst að höfuðmarkmið þeirra, „að knésetja kapítalismann,“ hafi ekki tekist á tilsettum tíma. Þeir segjast í viðtalinu vilja sýna aðdáendum Hatara virðingu með því að stíga einlægir fram í opinberu viðtali. Fataval söngvaranna virðist þó úthugsað og sviðsett, og klappa þeir hvolpi á meðan þeir sitja uppstrílaðir fyrir svörum. Þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu þeirra við neysluhyggju telja þeir upp ýmis vörumerki sem þeim hugnast í viðtalinu en enda svo á að segjast stefna á að „knésetja kapítalismann innan veggja heimilisins“ héðan í frá. Menning Tónlist Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30 Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nú fyrir helgi dreifði hljómsveitin Hatari, sem á nýlega að hafa lagt upp laupana, einkaviðtali nýs, óþekkts fréttamiðils við sveitina. Vefsíðan sem um ræðir heitir Iceland Music News. Við nánari athugun kemur í ljós að einungis er að finna fréttir um Hatara á vefnum, auk þess að á honum kemur fram að hann er í eigu Svikamyllu ehf., en Svikamylla ehf. var rekstraraðili Hatara þar til stjórn hennar „ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins“ í desember. Það liggur þó fyrir að sveitin kemur fram á hátíðinni Eurosonic í Hollandi í vikunni, svo sveitin virðist ekki dauð úr öllum æðum. Í „einkaviðtalinu“ eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, spurðir út í ástæður þess að sveitin hafi lagt upp laupana. Þar hafi vegið þyngst að höfuðmarkmið þeirra, „að knésetja kapítalismann,“ hafi ekki tekist á tilsettum tíma. Þeir segjast í viðtalinu vilja sýna aðdáendum Hatara virðingu með því að stíga einlægir fram í opinberu viðtali. Fataval söngvaranna virðist þó úthugsað og sviðsett, og klappa þeir hvolpi á meðan þeir sitja uppstrílaðir fyrir svörum. Þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu þeirra við neysluhyggju telja þeir upp ýmis vörumerki sem þeim hugnast í viðtalinu en enda svo á að segjast stefna á að „knésetja kapítalismann innan veggja heimilisins“ héðan í frá.
Menning Tónlist Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30 Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45
Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30
Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00