Milljarðar úr þörungum við Hellisheiðarvirkjun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Nýta aukaafurðir Hellisheiðarvirkjunar í Jarðhitagarði ON. Fréttablaðið/Ernir Smáþörungafyrirtækið Algaennovation Iceland ehf. er sagt munu velta sjö milljörðum króna fimm árum eftir að það tekur til starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs Ölfuss hefur Algaennovation Iceland sótt um fyrirgreiðslu hjá ívilnunarnefnd nýfjárfestinga. Samið hafi verið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON. „Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir um áætlaða starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð Ölfuss segir verksmiðjuna geta orðið eina af stoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu og gefur jákvæða umsögn um hana til ívilnunarnefndar. „Þá fellur verkefnið afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins,“ segir bæjarráðið enn fremur í bókun sinni um málið. Verkefnið styrki búsetu á svæðinu og efli innri gerð þess. „Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði að minnsta kosti 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn,“ dregur bæjarráðið upp í framtíðarmynd af starfsemi Algaennovation Iceland. Þá er útskýrt að Jarðhitagarður Orku náttúrunnar sé umgjörð um fjölbreytta starfsemi og stuðli að sem bestri nýtingu afurða og að jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Vinnslu rafmagns og heits vatns í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun fylgja ýmsar aukaafurðir; vatn og gufur. „Efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni.“ Einnig er fjallað um málið í hafnafrettir.is, fréttabréfi Ölfuss. „Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fleira,“ er þar haft eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra, sem er bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og bætir við: „Framtíðin er björt og hamingjan á heimilisfesti í Ölfusi.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Ölfus Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Smáþörungafyrirtækið Algaennovation Iceland ehf. er sagt munu velta sjö milljörðum króna fimm árum eftir að það tekur til starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs Ölfuss hefur Algaennovation Iceland sótt um fyrirgreiðslu hjá ívilnunarnefnd nýfjárfestinga. Samið hafi verið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON. „Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir um áætlaða starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð Ölfuss segir verksmiðjuna geta orðið eina af stoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu og gefur jákvæða umsögn um hana til ívilnunarnefndar. „Þá fellur verkefnið afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins,“ segir bæjarráðið enn fremur í bókun sinni um málið. Verkefnið styrki búsetu á svæðinu og efli innri gerð þess. „Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði að minnsta kosti 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn,“ dregur bæjarráðið upp í framtíðarmynd af starfsemi Algaennovation Iceland. Þá er útskýrt að Jarðhitagarður Orku náttúrunnar sé umgjörð um fjölbreytta starfsemi og stuðli að sem bestri nýtingu afurða og að jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Vinnslu rafmagns og heits vatns í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun fylgja ýmsar aukaafurðir; vatn og gufur. „Efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni.“ Einnig er fjallað um málið í hafnafrettir.is, fréttabréfi Ölfuss. „Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fleira,“ er þar haft eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra, sem er bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og bætir við: „Framtíðin er björt og hamingjan á heimilisfesti í Ölfusi.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Ölfus Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira