Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 21:50 Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. AP/David Zalubowski Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökum. Samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi hafa Tyrkir einnig undirbúið framsalsbeiðni en ekki liggur fyrir hvort farið verið fram á framsal. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan hefur sakað Kanter um tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og er hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Erdogan hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Síðan þá hafa tugir þúsunda verið reknir, handteknir og/eða fangelsaðir í Tyrklandi vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen. Mehmet Kanter, faðir Enes og prófessor, var ákærður í Tyrklandi í fyrra vegna meintra tengsla hans við hreyfingu Gulen. Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. Þá þorði hann ekki að fara til London og spila þar leik í NBA-deildinni af ótta við útsendara Erdogan. Kanter tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag og sagði ríkisstjórn Tyrklands ekki geta sýnt nokkurs konar sönnunargögn um að hann hefði brotið af sér. Hann hefði ávallt verið löghlýðinn íbúi Bandaríkjanna. Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökum. Samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi hafa Tyrkir einnig undirbúið framsalsbeiðni en ekki liggur fyrir hvort farið verið fram á framsal. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan hefur sakað Kanter um tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og er hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Erdogan hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Síðan þá hafa tugir þúsunda verið reknir, handteknir og/eða fangelsaðir í Tyrklandi vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen. Mehmet Kanter, faðir Enes og prófessor, var ákærður í Tyrklandi í fyrra vegna meintra tengsla hans við hreyfingu Gulen. Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. Þá þorði hann ekki að fara til London og spila þar leik í NBA-deildinni af ótta við útsendara Erdogan. Kanter tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag og sagði ríkisstjórn Tyrklands ekki geta sýnt nokkurs konar sönnunargögn um að hann hefði brotið af sér. Hann hefði ávallt verið löghlýðinn íbúi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00