Bjarni segir áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafa legið fyrir Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2019 20:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga. Utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa nýja sendiherra enda séu þeir að hans mati helst til of margir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mættu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna fullyrðinga Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um sendiherramál á Klaustur fundinum svo kallaða. Þeir síðarnefndu mættu ekki á fund nefndarinnar en sendu yfirlýsingar inn á fundinn. Þar sagði Gunnar Bragi meðal annars: „Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Yfirlýsing Sigmundar Davíðs var á svipuðum nótum. Báðir lögðu þeir áherslu á að upptökur af Klaustur fundinum hafi verið ólöglegar. Gunnar Bragi hafi síðan viðurkennt að það sem hann hafi sagt varðandi samninga við formann Sjálfstæðisflokksins um kaup kaups í sendiherramálum ætti ekki við rök að styðjast. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun kannaðist Bjarni Benediktsson vel við áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að verða sendiherra. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin í þeim efnum, hvorki á meðan Gunnar Bragi gengdi embætti utanríkisráðherra né eftir að hann lét af embætti. Áhugi Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafi meðal annars verið ræddur á fundi hans með Gunnari Braga, Guðlaugi Þór og Sigmundar Davíð í þinghúsinu síðasta haust að beiðni Miðflokksmanna. En aldrei í því samhengi að verið væri að innheimta eitthvað loforð eða skuldbindingu. „Og ég verð að segja alveg eins og er að mér þætti það í raun og veru dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkum beiðnum og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk. Enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi og eðlilegu samhengi sjá menn að fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni eftir að þeirra stjórnmálaferli lýkur,“ sagði Bjarni fyrir nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnti á að hann hafi á tveimur árum í embætti ekki skipað neinn sendiherra og það stæði ekki til þótt þeim hafi fækkað um þrjá. „Þegar ég kom að borðinu voru fjörutíu sendiherrar sem höfðu verið skipaðir. Það er ekkert leyndarmál að mér þótti það nokkuð mikið,“ sagði utanríkisráðherra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga. Utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa nýja sendiherra enda séu þeir að hans mati helst til of margir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mættu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna fullyrðinga Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um sendiherramál á Klaustur fundinum svo kallaða. Þeir síðarnefndu mættu ekki á fund nefndarinnar en sendu yfirlýsingar inn á fundinn. Þar sagði Gunnar Bragi meðal annars: „Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Yfirlýsing Sigmundar Davíðs var á svipuðum nótum. Báðir lögðu þeir áherslu á að upptökur af Klaustur fundinum hafi verið ólöglegar. Gunnar Bragi hafi síðan viðurkennt að það sem hann hafi sagt varðandi samninga við formann Sjálfstæðisflokksins um kaup kaups í sendiherramálum ætti ekki við rök að styðjast. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun kannaðist Bjarni Benediktsson vel við áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að verða sendiherra. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin í þeim efnum, hvorki á meðan Gunnar Bragi gengdi embætti utanríkisráðherra né eftir að hann lét af embætti. Áhugi Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafi meðal annars verið ræddur á fundi hans með Gunnari Braga, Guðlaugi Þór og Sigmundar Davíð í þinghúsinu síðasta haust að beiðni Miðflokksmanna. En aldrei í því samhengi að verið væri að innheimta eitthvað loforð eða skuldbindingu. „Og ég verð að segja alveg eins og er að mér þætti það í raun og veru dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkum beiðnum og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk. Enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi og eðlilegu samhengi sjá menn að fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni eftir að þeirra stjórnmálaferli lýkur,“ sagði Bjarni fyrir nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnti á að hann hafi á tveimur árum í embætti ekki skipað neinn sendiherra og það stæði ekki til þótt þeim hafi fækkað um þrjá. „Þegar ég kom að borðinu voru fjörutíu sendiherrar sem höfðu verið skipaðir. Það er ekkert leyndarmál að mér þótti það nokkuð mikið,“ sagði utanríkisráðherra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45
Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30
Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00