Viktor fór með konu sinni, Heiðrúnu Evu, og þriggja ára gamalli dóttur þeirra, Ylfu Dís, á pallinn þar sem að hallarkynnirinn er staðsettur og fékk hjá honum hljóðnemann.
„Heiðrún, ég elska þig. Ég get ekki ímyndað mér að gera þetta á betri stað. Viltu giftast mér,“ sagði Viktor og fór á skeljarnar með góðum árangri því Heiðrún grét af gleði og sagði já.
Viktor kyssti svo sína heittelskuðu er hann kom hring fyrir á hönd hennar og faðmaðist svo fallega fjölskyldan en allt sást þetta á risaskjánum í Ólympíuhöllinni.
Svo sannarlega falleg stund og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið hjá strákunum okkar.

