Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 09:30 Ólafur Gústafsson er klár í slaginn. vísir/Sigurður már Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag.Ólafur Gústafsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fór snemma meiddur af velli á móti Barein en kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan sem hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma í dag. „Ég býst við því. Við erum að fara að æfa á eftir og þá kemur það betur í ljós. Eins og mér líður núna held ég að ég sé bara góður. Ég fékk að hvíla í leiknum á móti Barein sem var bara gott,“ segir Ólafur sem var lítt hrifinn af fautalegri spilamennsku Bareinmanna. „Það hefði kannski komið einhver meiri hiti í mig ef ég hefði verið inn á, ég veit það ekki. Þeir spiluðu glórulausan handbolta á köflum. Þeir skutu í hausinn á Bjögga og voru að kýla menn hægri vinstri. Það var fínt að maður fékk bara að kæla á bekknum,“ segir Ólafur. Ólafur er fyrrverandi stórskytta og kann því þau fræði vel en nú sér hann um að loka á skyttur mótherjanna. „Ég hef gaman að þessu. Við höfum verið að standa vörnina ágætlega í fyrstu þremur leikjunum. Það vantaði smá upp á í fyrstu tveimur leikjunum en þá vorum við að kljást við erfiðari leikmenn. Ég spilaði lítið á móti Barein en Danni, Ýmir og Arnar voru góðir. Þetta lítur vel út fyrir framhaldið,“ segir Ólafur. Íslenski hópurinn er ungur með meðalaldur upp á 24,3 ár og margir að fara á sitt fyrsta mót. Menn eru því sumir hverjir að kynnast betur en hótellífið er ljúft að sögn Ólafs. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Ég er orðinn smá heimalingur á hinum og þessum herbergjum, meðal annars sjúkraþjálfaraherberginu. Það er mjög góður mórall í þessum hóp. Það er ekkert vesen eða drama á okkur. Hér eru bara allir slakir,“ segir Ólafur Gústafsson.Klippa: Óli Gúst - Górulaus handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ Sjá meira
Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag.Ólafur Gústafsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fór snemma meiddur af velli á móti Barein en kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan sem hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma í dag. „Ég býst við því. Við erum að fara að æfa á eftir og þá kemur það betur í ljós. Eins og mér líður núna held ég að ég sé bara góður. Ég fékk að hvíla í leiknum á móti Barein sem var bara gott,“ segir Ólafur sem var lítt hrifinn af fautalegri spilamennsku Bareinmanna. „Það hefði kannski komið einhver meiri hiti í mig ef ég hefði verið inn á, ég veit það ekki. Þeir spiluðu glórulausan handbolta á köflum. Þeir skutu í hausinn á Bjögga og voru að kýla menn hægri vinstri. Það var fínt að maður fékk bara að kæla á bekknum,“ segir Ólafur. Ólafur er fyrrverandi stórskytta og kann því þau fræði vel en nú sér hann um að loka á skyttur mótherjanna. „Ég hef gaman að þessu. Við höfum verið að standa vörnina ágætlega í fyrstu þremur leikjunum. Það vantaði smá upp á í fyrstu tveimur leikjunum en þá vorum við að kljást við erfiðari leikmenn. Ég spilaði lítið á móti Barein en Danni, Ýmir og Arnar voru góðir. Þetta lítur vel út fyrir framhaldið,“ segir Ólafur. Íslenski hópurinn er ungur með meðalaldur upp á 24,3 ár og margir að fara á sitt fyrsta mót. Menn eru því sumir hverjir að kynnast betur en hótellífið er ljúft að sögn Ólafs. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Ég er orðinn smá heimalingur á hinum og þessum herbergjum, meðal annars sjúkraþjálfaraherberginu. Það er mjög góður mórall í þessum hóp. Það er ekkert vesen eða drama á okkur. Hér eru bara allir slakir,“ segir Ólafur Gústafsson.Klippa: Óli Gúst - Górulaus handbolti
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ Sjá meira
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30