Liverpool stjörnurnar voru skælbrosandi á fyrstu æfingu eftir sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 16:00 Naby Keita, Roberto Firmino, Mohamed Salah og Xherdan Shaqiri voru allir að koma til baka, þrír úr sumarfríi en tveir úr meiðslum. Getty/Andrew Powell Liverpool er búið að endurheimta stórstjörnurnar Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino sem hafa allir skilað sér til æfinga eftir stutt sumarfrí. Leikmennirnir voru allir uppteknir með landsliðum sínum í allt sumar og sá fjórði, Sadio Mané, er ekki enn kominn til baka þar sem Afríkukeppnin kláraðist seinna en öll önnur landsliðsmót sumarsins. Þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino mættu allir til Evian í Frakklandi þar sem Liverpool er í æfingabúðum. Auk þessara þriggja eru þeir Naby Keita og Xherdan Shaqiri einnig farnir að æfa eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Liverpool hefur saknað þeirra mikið ef marka má úrslitin í æfingarleikjunum en Liverpool hefur nú leikið fjóra undirbúningsleiki í röð án sigurs og tapað þremur þeirra.Look who's back pic.twitter.com/5dGq0Ivsiz — B/R Football (@brfootball) July 30, 2019Liverpool hefur gefið mörgum ungum leikmönnum tækifæri á undirbúningstímabilinu en strákar eins og Curtis Jones, Ben Woodburn og Nat Phillips duttu úr fyrir Frakklandsferðina. Nýju táningarnir Harvey Elliott og Sepp van den Berg fengu hins vegar báðir að fara með alveg eins og Bobby Duncan sem er framherji átján ára liðs félagsins. Liverpool æfir í Evian alla vikuna en fer til Genfar í Sviss á miðvikudagskvöldið þar sem liðið mætir Lyon í æfingarleik. Sá leikur var settur á svo þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino myndu allir ná leik fyrir fyrsta leik tímabilsins. Liverpool mætir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikmennirnir sem æfa með Liverpool í Frakklandi eru eftirtaldir: Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Duncan, Elliott, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Hoever, Keita, Lallana, Larouci, Lewis, Lonergan, Lovren, Matip, Mignolet, Milner, Ojrzynski, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Van den Berg, Van Dijk, Wijnaldum, Wilson. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af endurkomu stórstjarnanna Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino.Getty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Liverpool er búið að endurheimta stórstjörnurnar Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino sem hafa allir skilað sér til æfinga eftir stutt sumarfrí. Leikmennirnir voru allir uppteknir með landsliðum sínum í allt sumar og sá fjórði, Sadio Mané, er ekki enn kominn til baka þar sem Afríkukeppnin kláraðist seinna en öll önnur landsliðsmót sumarsins. Þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino mættu allir til Evian í Frakklandi þar sem Liverpool er í æfingabúðum. Auk þessara þriggja eru þeir Naby Keita og Xherdan Shaqiri einnig farnir að æfa eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Liverpool hefur saknað þeirra mikið ef marka má úrslitin í æfingarleikjunum en Liverpool hefur nú leikið fjóra undirbúningsleiki í röð án sigurs og tapað þremur þeirra.Look who's back pic.twitter.com/5dGq0Ivsiz — B/R Football (@brfootball) July 30, 2019Liverpool hefur gefið mörgum ungum leikmönnum tækifæri á undirbúningstímabilinu en strákar eins og Curtis Jones, Ben Woodburn og Nat Phillips duttu úr fyrir Frakklandsferðina. Nýju táningarnir Harvey Elliott og Sepp van den Berg fengu hins vegar báðir að fara með alveg eins og Bobby Duncan sem er framherji átján ára liðs félagsins. Liverpool æfir í Evian alla vikuna en fer til Genfar í Sviss á miðvikudagskvöldið þar sem liðið mætir Lyon í æfingarleik. Sá leikur var settur á svo þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino myndu allir ná leik fyrir fyrsta leik tímabilsins. Liverpool mætir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikmennirnir sem æfa með Liverpool í Frakklandi eru eftirtaldir: Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Duncan, Elliott, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Hoever, Keita, Lallana, Larouci, Lewis, Lonergan, Lovren, Matip, Mignolet, Milner, Ojrzynski, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Van den Berg, Van Dijk, Wijnaldum, Wilson. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af endurkomu stórstjarnanna Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino.Getty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira