A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 10:16 A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, sést hér grænklæddur á skissu teiknara úr dómsal frá því í morgun. Vísir/AP Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás, neitaði sök við réttarhöld sem hófust í Stokkhólmi í morgun. Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní.Sjá einnig: Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð vegna málsins síðan í byrjun júlí. Hin meinta árás náðist á myndband sem hlotið hefur töluverða dreifingu en saksóknarar segja Mayers og samverkamenn hans hafa ráðist „að yfirlögðu ráði“ á fórnarlambið, Mustafa Jafari. Hann fer fram á tæpar 140 þúsund sænskar krónur í skaðabætur, eða um 1,7 milljón íslenskra króna. Lögmaður Mayers sagði fyrir rétti í morgun að rapparinn viðurkenndi að hafa kastað Jafari í jörðina, stigið á handlegg hans og kýlt hann í öxlina. Það hefði hins vegar verið á grundvelli sjálfsvarnar.Renee Black, móðir rapparans, mætir hér hvít- og bleikklædd í dómsal í Stokkhólmi í morgun.Vísir/APMayers og móðir hans, Renee Black, voru bæði viðstödd réttarhöldin í Stokkhólmi í morgun. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir aðkomu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að því en hann hefur ítrekað kallað eftir því að Mayers verði látinn laus úr haldi lögreglu í Svíþjóð og fái að fara heim til Bandaríkjanna. Trump hefur þannig reynt að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa rapparann úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði í kjölfarið grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Hægt er að fylgjast með réttarhöldunum í beinni textalýsingu sænska ríkisútvarpsins hér. Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás, neitaði sök við réttarhöld sem hófust í Stokkhólmi í morgun. Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní.Sjá einnig: Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð vegna málsins síðan í byrjun júlí. Hin meinta árás náðist á myndband sem hlotið hefur töluverða dreifingu en saksóknarar segja Mayers og samverkamenn hans hafa ráðist „að yfirlögðu ráði“ á fórnarlambið, Mustafa Jafari. Hann fer fram á tæpar 140 þúsund sænskar krónur í skaðabætur, eða um 1,7 milljón íslenskra króna. Lögmaður Mayers sagði fyrir rétti í morgun að rapparinn viðurkenndi að hafa kastað Jafari í jörðina, stigið á handlegg hans og kýlt hann í öxlina. Það hefði hins vegar verið á grundvelli sjálfsvarnar.Renee Black, móðir rapparans, mætir hér hvít- og bleikklædd í dómsal í Stokkhólmi í morgun.Vísir/APMayers og móðir hans, Renee Black, voru bæði viðstödd réttarhöldin í Stokkhólmi í morgun. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir aðkomu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að því en hann hefur ítrekað kallað eftir því að Mayers verði látinn laus úr haldi lögreglu í Svíþjóð og fái að fara heim til Bandaríkjanna. Trump hefur þannig reynt að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa rapparann úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði í kjölfarið grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Hægt er að fylgjast með réttarhöldunum í beinni textalýsingu sænska ríkisútvarpsins hér.
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00
Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18
Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30