Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2019 21:34 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu, samfélagið sé orðið opnara og menningarlíf hafi aukist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Hvergi á landinu fjölgar íbúum eins hratt og í Mýrdalshreppi. Fjölgunin nemur fimmtíu prósentum á síðustu sex árum.Séð yfir Vík í Mýrdal. Efst til vinstri sést í Mýrdalsjökul með eldstöðina Kötlu.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að okkur hafi fjölgað um ellefu prósent á síðasta ári. Ég held að það sé bara landsmet,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Af nærri sjöhundruð íbúum hreppsins eru um 280 með erlent ríkisfang.Horft til Reynisdranga. Víkurskóli fyrir miðri mynd.Stöð 2/Einar Árnason.Hótelhaldarinn Elías Guðmundsson er með 115 starfsmenn og nær eingöngu útlendinga. „Það er ekkert af því að maður vill ekki vera með Íslendinga. En maður auglýsir eftir starfsfólki. Það sækir enginn Íslendingur um,“ segir Elías.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rótgrónum Mýrdælingum finnst breytingin á litla sveitaþorpinu ekki slæm, eftir því sem við heyrðum í kaffispjalli við karlahóp sem kallar sig öldungaráðið. „Þetta er orðið mjög mikið alþjóðlegt samfélag. Það er gríðarlega mikið af erlendu fólki sem er sest hérna að og er mjög gott fólk,“ segir einn „öldunganna“, Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Frá kaffispjalli öldungaráðsins. Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður, og Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Stöð 2/Einar Árnason.Veitingastöðum og gististöðum hefur snarfjölgað en einnig afþreyingarmöguleikum. „Þetta er komið frá því að vera bara lítið samfélag, með bara innfæddum, yfir í stórt samfélag, með fólki frá öllum heimshornum. Og það er komin rosamikil menning hérna. Við erum með rosalega fjölbreytt menningarstarf,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, eigandi eins af mörgum nýjum veitingastöðum hreppsins.Daníel Óliver Sveinsson, veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Hér væri ekkert ef ferðamaðurinn hefði ekki komið. Ég efast um að það væri hér skóli eða verslun. Ég hugsa að þetta væri allt farið,“ segir Birgir í hópi öldunganna. „Það væri illa farið,“ heyrist okkur Finnur Bjarnason bifvélavirki bæta við. „Þetta væri eins og Borðeyri,“ segir Jóhannes Kristjánsson, fyrrverandi bóndi á Höfðabrekku.Frá veitingastaðnum The Soup Company.Stöð 2/Einar Árnason.„Mér finnst heimamenn vera orðnir miklu opnari en þeir voru áður. Og fólk talar meira saman. Bæði eru útlendingarnir að reyna að læra íslensku, margir. Það eru íslenskunámskeið í boði. Og svo erum við líka að verða betri í ensku,“ segir Daníel Óliver. -Er erfitt að fá Íslendinga til þess að flytja hingað? „Já, það verður bara að segjast eins og er. Eins og tækifærin eru mörg, þá hefur það ekki gengið nógu vel,“ svarar Þorbjörg sveitarstjóri. „Og ég bara skora á landsmenn að koma til Víkur,“ segir hún. Haldið verður áfram að fjalla um Mýrdalshrepp í næsta þætti „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu, samfélagið sé orðið opnara og menningarlíf hafi aukist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Hvergi á landinu fjölgar íbúum eins hratt og í Mýrdalshreppi. Fjölgunin nemur fimmtíu prósentum á síðustu sex árum.Séð yfir Vík í Mýrdal. Efst til vinstri sést í Mýrdalsjökul með eldstöðina Kötlu.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að okkur hafi fjölgað um ellefu prósent á síðasta ári. Ég held að það sé bara landsmet,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Af nærri sjöhundruð íbúum hreppsins eru um 280 með erlent ríkisfang.Horft til Reynisdranga. Víkurskóli fyrir miðri mynd.Stöð 2/Einar Árnason.Hótelhaldarinn Elías Guðmundsson er með 115 starfsmenn og nær eingöngu útlendinga. „Það er ekkert af því að maður vill ekki vera með Íslendinga. En maður auglýsir eftir starfsfólki. Það sækir enginn Íslendingur um,“ segir Elías.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rótgrónum Mýrdælingum finnst breytingin á litla sveitaþorpinu ekki slæm, eftir því sem við heyrðum í kaffispjalli við karlahóp sem kallar sig öldungaráðið. „Þetta er orðið mjög mikið alþjóðlegt samfélag. Það er gríðarlega mikið af erlendu fólki sem er sest hérna að og er mjög gott fólk,“ segir einn „öldunganna“, Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Frá kaffispjalli öldungaráðsins. Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður, og Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Stöð 2/Einar Árnason.Veitingastöðum og gististöðum hefur snarfjölgað en einnig afþreyingarmöguleikum. „Þetta er komið frá því að vera bara lítið samfélag, með bara innfæddum, yfir í stórt samfélag, með fólki frá öllum heimshornum. Og það er komin rosamikil menning hérna. Við erum með rosalega fjölbreytt menningarstarf,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, eigandi eins af mörgum nýjum veitingastöðum hreppsins.Daníel Óliver Sveinsson, veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Hér væri ekkert ef ferðamaðurinn hefði ekki komið. Ég efast um að það væri hér skóli eða verslun. Ég hugsa að þetta væri allt farið,“ segir Birgir í hópi öldunganna. „Það væri illa farið,“ heyrist okkur Finnur Bjarnason bifvélavirki bæta við. „Þetta væri eins og Borðeyri,“ segir Jóhannes Kristjánsson, fyrrverandi bóndi á Höfðabrekku.Frá veitingastaðnum The Soup Company.Stöð 2/Einar Árnason.„Mér finnst heimamenn vera orðnir miklu opnari en þeir voru áður. Og fólk talar meira saman. Bæði eru útlendingarnir að reyna að læra íslensku, margir. Það eru íslenskunámskeið í boði. Og svo erum við líka að verða betri í ensku,“ segir Daníel Óliver. -Er erfitt að fá Íslendinga til þess að flytja hingað? „Já, það verður bara að segjast eins og er. Eins og tækifærin eru mörg, þá hefur það ekki gengið nógu vel,“ svarar Þorbjörg sveitarstjóri. „Og ég bara skora á landsmenn að koma til Víkur,“ segir hún. Haldið verður áfram að fjalla um Mýrdalshrepp í næsta þætti „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51