70 ára afmælishátíð Skógaskóla og Skógasafns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2019 19:30 Þórður Tómasson, fyrrverandi safnvörður í Skógasafni. Hann býr í Skógum er er 98 ára gamall, eldhress og ber aldurinn einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var mikið um dýrðir á Skógum undir Eyjafjöllum í dag þegar 70 ára afmælishátíð Skógasafns og Skógaskóla fór fram. Safnið er eitt það stærsta á landinu enda telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Það var flaggað á Skógum í dag enda hátíðisdagur og margt fólk komið saman til að halda upp á 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns. Hátíðarræðuna flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skógasafn er meðal elstu byggðasafna landsins og alltaf mjög vinsælt safn enda komu þangað um 52 þúsund gestir á síðasta ári. „Safnið hefur skapað sér ákveðna sérstöðu, við erum að taka á móti hópnum hérna í leiðsögum á öllum helstu tungumálum og gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með það. Safnið hefur skapað sér mjög gott orðspor, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. En hvernig sér hann safnið eftir enn önnur 70 ár? „Ég hugsa að við verðum hérna næstu 70 árin enn þá stærri og takandi á móti fleiri gestum,“ segir Andri.Sólin skein á gesti í Skógum í dag þegar ávörp voru flutt í tilefni af 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns.Magnús HlynurÍ tilefni af 70 ára afmælinu opnaði Sigurður Ingi nýja sýningu um sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu. Fornbílaklúbburinn var einnig með nokkra bíla fyrir utan safnið til sýnis. Um 52 þúsund gestir heimsóttu safnið í Skógum á síðasta ári.Magnús HlynurEf það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður Tómasson, fyrsti starfsmaður safnsins og safnvörður til fjölda ára. Þórður býr í Skógum og er orðinn 98 ára gamall. „Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ segir Þórður og bætir við. „Mitt starf snerist eingöngu um gamla bændasamfélagið, þessa gömlu þjóðmenningu, sem var að hverfa um miðja tuttugustu öld. Mitt hlutverk var að bjarga minjum.“ Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns var einn af þeim, sem flutti ávarp á afmælishátíð dagsins í Skógum.Magnús Hlynur Menning Rangárþing eystra Tímamót Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Það var mikið um dýrðir á Skógum undir Eyjafjöllum í dag þegar 70 ára afmælishátíð Skógasafns og Skógaskóla fór fram. Safnið er eitt það stærsta á landinu enda telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Það var flaggað á Skógum í dag enda hátíðisdagur og margt fólk komið saman til að halda upp á 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns. Hátíðarræðuna flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skógasafn er meðal elstu byggðasafna landsins og alltaf mjög vinsælt safn enda komu þangað um 52 þúsund gestir á síðasta ári. „Safnið hefur skapað sér ákveðna sérstöðu, við erum að taka á móti hópnum hérna í leiðsögum á öllum helstu tungumálum og gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með það. Safnið hefur skapað sér mjög gott orðspor, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. En hvernig sér hann safnið eftir enn önnur 70 ár? „Ég hugsa að við verðum hérna næstu 70 árin enn þá stærri og takandi á móti fleiri gestum,“ segir Andri.Sólin skein á gesti í Skógum í dag þegar ávörp voru flutt í tilefni af 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns.Magnús HlynurÍ tilefni af 70 ára afmælinu opnaði Sigurður Ingi nýja sýningu um sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu. Fornbílaklúbburinn var einnig með nokkra bíla fyrir utan safnið til sýnis. Um 52 þúsund gestir heimsóttu safnið í Skógum á síðasta ári.Magnús HlynurEf það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður Tómasson, fyrsti starfsmaður safnsins og safnvörður til fjölda ára. Þórður býr í Skógum og er orðinn 98 ára gamall. „Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ segir Þórður og bætir við. „Mitt starf snerist eingöngu um gamla bændasamfélagið, þessa gömlu þjóðmenningu, sem var að hverfa um miðja tuttugustu öld. Mitt hlutverk var að bjarga minjum.“ Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns var einn af þeim, sem flutti ávarp á afmælishátíð dagsins í Skógum.Magnús Hlynur
Menning Rangárþing eystra Tímamót Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira