Stefnir í átök borgar og landsbyggðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 08:00 Þingmenn landsbyggðarkjördæmanna þriggja munu hafa í nógu að snúast á yfirstandandi þingi miðað við viðfangsefnin. Fréttablaðið/Anton Brink Ráðherrar mæta nú til þingnefnda til að kynna þau mál sem þeir hyggjast leggja fram á næstunni. Af þeim málum sem formenn fastanefnda nefna við Fréttablaðið má búast við að átök um ólíka hagsmuni höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar verði fyrirferðamikil á nýhöfnu haustþingi. Meðal stærstu mála sem koma til þingsins eru samgönguáætlun, auk frumvarpa um veggjöld og einkaframkvæmdir í vegakerfinu, frumvarp um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum auk margra stórra landbúnaðarmála. Formenn fastanefnda nefna þó fleiri mál eins og þjóðarsjóð, lækkun bankaskatts og neyslurými fyrir notendur fíkniefna. Þótt Allsherjar- og menntamálanefnd eigi eftir að fá kynningu frá ráðherrum er óhætt að fullyrða að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði ofarlega á baugi í nefndinni en menntamálaráðherra hefur lagt áherslu á að hið nýja styrkjakerfi komist til framkvæmda nú um áramót. Styrr hefur staðið um málið, ekki síst í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.Atvinnuveganefnd er ein þeirra nefnda sem fæst við stór kjördæmamál. Fréttablaðið/Anton BrinkMismikill málaþungi er í nefndum enda eðli þeirra og hlutverk ólíkt. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er ekki með eins mikið af hefðbundnum þingmálum til meðferðar en fjallar um skýrslur frá bæði Ríkisendurskoðun og Umboðsmanni Alþingis. Nefndin fjallar líka um ýmis mál sem upp kunna að koma til að rækja eftirlitshlutverk þingsins. Ekki er ólíklegt að nefndin muni funda um þau ágreiningsmál sem komin eru upp innan lögreglunnar en Ríkisendurskoðun hefur samþykkt að gera stjórnsýsluendurskoðun á embætti ríkislögreglustjóra. Utanríkismálanefnd hefur einnig nokkra sérstöðu og fjallar gjarnan um alþjóðamál þegar þau koma upp. „Reynslan kennir okkur að ólíklegustu mál geta undið upp á sig og aukaatriði jafnvel orðið að aðalatriðum,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýr formaður utanríkismálanefndar. Nefndin tekur við öllum EES-málum óháð því á hvaða málefnasviði þau eru en Sigríður hyggst setja kraft í endurskoðun á verklagi við innleiðingu þeirra bæði formlega og efnislega í nefndinni og í viðeigandi málefnanefndum. Mikið annríki verður í efnahags- og viðskiptanefnd þetta haustið og á formaður nefndarinnar, Óli Björn Kárason, von á um það bil 50 málum frá ríkisstjórninni, auk þingmannamála. „Nefndarmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af verkefnaskorti í vetur,“ segir Óli Björn. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, býst við miklum skoðanaskiptum um annars vegar samgöngumál og hins vegar um fyrirhugaðan lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi en í atvinnuveganefnd má einkum búast við skiptum skoðunum um landbúnaðarmálin. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn. 19. september 2019 06:15 Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Ríkisstjórnin áformar að sameina og breyta ríkisstofnunum ásamt því að setja á laggirnar nýjan dómstól sem og Þjóðarsjóð. Alls verða til fjórar nýjar ríkisstofnanir. 23. september 2019 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Ráðherrar mæta nú til þingnefnda til að kynna þau mál sem þeir hyggjast leggja fram á næstunni. Af þeim málum sem formenn fastanefnda nefna við Fréttablaðið má búast við að átök um ólíka hagsmuni höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar verði fyrirferðamikil á nýhöfnu haustþingi. Meðal stærstu mála sem koma til þingsins eru samgönguáætlun, auk frumvarpa um veggjöld og einkaframkvæmdir í vegakerfinu, frumvarp um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum auk margra stórra landbúnaðarmála. Formenn fastanefnda nefna þó fleiri mál eins og þjóðarsjóð, lækkun bankaskatts og neyslurými fyrir notendur fíkniefna. Þótt Allsherjar- og menntamálanefnd eigi eftir að fá kynningu frá ráðherrum er óhætt að fullyrða að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði ofarlega á baugi í nefndinni en menntamálaráðherra hefur lagt áherslu á að hið nýja styrkjakerfi komist til framkvæmda nú um áramót. Styrr hefur staðið um málið, ekki síst í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.Atvinnuveganefnd er ein þeirra nefnda sem fæst við stór kjördæmamál. Fréttablaðið/Anton BrinkMismikill málaþungi er í nefndum enda eðli þeirra og hlutverk ólíkt. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er ekki með eins mikið af hefðbundnum þingmálum til meðferðar en fjallar um skýrslur frá bæði Ríkisendurskoðun og Umboðsmanni Alþingis. Nefndin fjallar líka um ýmis mál sem upp kunna að koma til að rækja eftirlitshlutverk þingsins. Ekki er ólíklegt að nefndin muni funda um þau ágreiningsmál sem komin eru upp innan lögreglunnar en Ríkisendurskoðun hefur samþykkt að gera stjórnsýsluendurskoðun á embætti ríkislögreglustjóra. Utanríkismálanefnd hefur einnig nokkra sérstöðu og fjallar gjarnan um alþjóðamál þegar þau koma upp. „Reynslan kennir okkur að ólíklegustu mál geta undið upp á sig og aukaatriði jafnvel orðið að aðalatriðum,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýr formaður utanríkismálanefndar. Nefndin tekur við öllum EES-málum óháð því á hvaða málefnasviði þau eru en Sigríður hyggst setja kraft í endurskoðun á verklagi við innleiðingu þeirra bæði formlega og efnislega í nefndinni og í viðeigandi málefnanefndum. Mikið annríki verður í efnahags- og viðskiptanefnd þetta haustið og á formaður nefndarinnar, Óli Björn Kárason, von á um það bil 50 málum frá ríkisstjórninni, auk þingmannamála. „Nefndarmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af verkefnaskorti í vetur,“ segir Óli Björn. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, býst við miklum skoðanaskiptum um annars vegar samgöngumál og hins vegar um fyrirhugaðan lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi en í atvinnuveganefnd má einkum búast við skiptum skoðunum um landbúnaðarmálin.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn. 19. september 2019 06:15 Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Ríkisstjórnin áformar að sameina og breyta ríkisstofnunum ásamt því að setja á laggirnar nýjan dómstól sem og Þjóðarsjóð. Alls verða til fjórar nýjar ríkisstofnanir. 23. september 2019 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15
Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn. 19. september 2019 06:15
Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Ríkisstjórnin áformar að sameina og breyta ríkisstofnunum ásamt því að setja á laggirnar nýjan dómstól sem og Þjóðarsjóð. Alls verða til fjórar nýjar ríkisstofnanir. 23. september 2019 06:00