Lögfræðiálit skattsins taldi skylt að afhenda skattskýrslur Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 10:54 Kröfur þingnefnda um skattskýrslur Trump forseta koma til kasta fjármálaráðuneytisins og skattstofunnar. Vísir/EPA Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna er skylt að afhenda skattskýrslur krefjist þingnefndir þeirra nema ef forsetinn krefst sérstaklega leyndar um þær. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið innan skattstofu Bandaríkjanna sem Washington Post komst yfir. Ráðuneytið hefur hafnað því að afhenda þinginu skattskýrslur Donalds Trump forseta. Harðar deilur hafa staðið yfir á milli Hvíta hússins og þingnefnda sem demókratar stýra um aðgang að fjárhagsupplýsingum um Trump forseta. Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir skattskýrslunum sem Trump hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðni formanns hennar, jafnvel eftir að stefna var gefin út. Rök ráðuneytisins hafa verið þau að þingnefndir geti aðeins fengið skattskýrslur einstaklinga afhentar ef þær þurfa á þeim að halda fyrir lagasetningu. Þingnefndirnar skorti lögmæta ástæðu til þess að krefjast skattskýrslna Trump. Lagaákvæðið sem fjárlaganefndin byggði kröfu sína á virðist engu að síður ekki gera ráð fyrir neins konar takmörkunum á hvenær Bandaríkjaþing geti óskað eftir skattskýrslum.Þurfi ekki sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslna Lögfræðiálit sem unnið var hjá skattstofu Bandaríkjanna (IRS) gengur í þverhögg við rökstuðning ríkisstjórnar Trump um að synja beiðnum um skattskýrslurnar. Í því segir að fjármálaráðherranum beri skylda til að afhenda skýrslur sem formenn þingnefnda sem koma að því að semja lög um skattheimtu óska eftir. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar er ein þeirra nefnda. Minnisblaðið hefur ekki áður verið gert opinbert. Í því er fullyrt að ólíkt því sem Mnuchin hefur haldið fram þá þurfi þingnefndirnar ekki að hafa sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslnanna. Eina tilfellið þar sem skattstofan gæti hafnað því að verða við stefnu frá þingnefnd væri ef forsetinn nýtti vald sitt til að krefjast trúnaðar um skýrslurnar. Það vald hefur fyrst og fremst verið talið ná til skrafs og ráðagerða innan framkvæmdavaldsins. Afar óvenjulegt væri af forsetinn ætlaði að láta slíkan trúnað ná yfir skattskýrslur sínar. IRS segir að minnisblaðið hafi verið drög sem lögfræðingur á skrifstofu yfirlögfræðings skattstofunnar skrifaði. Efni þess væri ekki „opinber afstaða“ embættisins. Hvorki Charles Retting, skattstjóri Bandaríkjanna, né Michael Desmond, yfirlögfræðingur embættisins, hafi vitað af álitinu fyrr en Washington Post bar það undir þá í vikunni. Minnisblaðið hafi ekki verið sent fjármálaráðuneytinu. Talsmaður fjármálaráðuneytisins segir að minnisblaðið grafi ekki undan rökstuðningi þess fyrir því að hafna kröfum þingsins um skattskýrslurnar. Ráðuneytið byggi á lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins. Bæði ráðuneytin hafa hafnað kröfum um að það álit verði birt opinberlega. Heimildarmaður Washington Post innan fjármálaráðuneytisins segir að hún sé í þröngri stöðu. Trump forseti hafi þegar ákveðið að skattskýrslur hans verði ekki afhentar og Mnuchin sé eindreginn bandamaður hans sem var meðal annars fjármálastjóri framboðs hans. „Ákvörðunin hefur verið tekin. Nú er það upp á okkur komið að reyna að réttlæta hana,“ segir embættismaðurinn sem óskaði eftir nafnleynd til að ræða um trúnaðarsamtöl innan ráðuneytisins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna er skylt að afhenda skattskýrslur krefjist þingnefndir þeirra nema ef forsetinn krefst sérstaklega leyndar um þær. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið innan skattstofu Bandaríkjanna sem Washington Post komst yfir. Ráðuneytið hefur hafnað því að afhenda þinginu skattskýrslur Donalds Trump forseta. Harðar deilur hafa staðið yfir á milli Hvíta hússins og þingnefnda sem demókratar stýra um aðgang að fjárhagsupplýsingum um Trump forseta. Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir skattskýrslunum sem Trump hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðni formanns hennar, jafnvel eftir að stefna var gefin út. Rök ráðuneytisins hafa verið þau að þingnefndir geti aðeins fengið skattskýrslur einstaklinga afhentar ef þær þurfa á þeim að halda fyrir lagasetningu. Þingnefndirnar skorti lögmæta ástæðu til þess að krefjast skattskýrslna Trump. Lagaákvæðið sem fjárlaganefndin byggði kröfu sína á virðist engu að síður ekki gera ráð fyrir neins konar takmörkunum á hvenær Bandaríkjaþing geti óskað eftir skattskýrslum.Þurfi ekki sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslna Lögfræðiálit sem unnið var hjá skattstofu Bandaríkjanna (IRS) gengur í þverhögg við rökstuðning ríkisstjórnar Trump um að synja beiðnum um skattskýrslurnar. Í því segir að fjármálaráðherranum beri skylda til að afhenda skýrslur sem formenn þingnefnda sem koma að því að semja lög um skattheimtu óska eftir. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar er ein þeirra nefnda. Minnisblaðið hefur ekki áður verið gert opinbert. Í því er fullyrt að ólíkt því sem Mnuchin hefur haldið fram þá þurfi þingnefndirnar ekki að hafa sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslnanna. Eina tilfellið þar sem skattstofan gæti hafnað því að verða við stefnu frá þingnefnd væri ef forsetinn nýtti vald sitt til að krefjast trúnaðar um skýrslurnar. Það vald hefur fyrst og fremst verið talið ná til skrafs og ráðagerða innan framkvæmdavaldsins. Afar óvenjulegt væri af forsetinn ætlaði að láta slíkan trúnað ná yfir skattskýrslur sínar. IRS segir að minnisblaðið hafi verið drög sem lögfræðingur á skrifstofu yfirlögfræðings skattstofunnar skrifaði. Efni þess væri ekki „opinber afstaða“ embættisins. Hvorki Charles Retting, skattstjóri Bandaríkjanna, né Michael Desmond, yfirlögfræðingur embættisins, hafi vitað af álitinu fyrr en Washington Post bar það undir þá í vikunni. Minnisblaðið hafi ekki verið sent fjármálaráðuneytinu. Talsmaður fjármálaráðuneytisins segir að minnisblaðið grafi ekki undan rökstuðningi þess fyrir því að hafna kröfum þingsins um skattskýrslurnar. Ráðuneytið byggi á lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins. Bæði ráðuneytin hafa hafnað kröfum um að það álit verði birt opinberlega. Heimildarmaður Washington Post innan fjármálaráðuneytisins segir að hún sé í þröngri stöðu. Trump forseti hafi þegar ákveðið að skattskýrslur hans verði ekki afhentar og Mnuchin sé eindreginn bandamaður hans sem var meðal annars fjármálastjóri framboðs hans. „Ákvörðunin hefur verið tekin. Nú er það upp á okkur komið að reyna að réttlæta hana,“ segir embættismaðurinn sem óskaði eftir nafnleynd til að ræða um trúnaðarsamtöl innan ráðuneytisins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10