Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 17:26 Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, skrifar undir yfirlýsinguna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár í tengslum við akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. Yfirlýsingin er send út í tilefni af umræðu á þingfundi í gær, 21. maí, þar sem Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, hélt því fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér almannafé og að engin viðbrögð hafi verið í þá átt að setja á fót rannsókn á því. Þannig endurtók Björn Leví nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, samflokksmaður hans, sem siðanefnd Alþingis dæmdi brotlega við siðareglur þingmanna.Sjá einnig: „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Í yfirlýsingunni segir að skrifstofa Alþingis hafi þann 5. desember 2018 skilað greinargerð um þróun og framkvæmd laga og reglna um þingfararkostnað og var hún birt á vef Alþingis. Engar vísbendingar hafi fundist í akstursbók Ásmundar sem vöktu grun um misferli. „Skrifstofan hefur engin gögn sem benda til þess að rangt hafi verið haft við og röngum eða tilhæfulausum reikningum verið skilað inn til endurgreiðslu. Skrifstofan gerir athugasemdir ef skil á gögnum eru ekki í samræmi við gildandi reglur hverju sinni. Þegar þetta tiltekna mál kom til forsætisnefndar í annað sinn gerði skrifstofan á ný athugun á akstursbók Ásmundar en þar var ekkert að finna sem vakti grun um misferli,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé rétt að Ásmundur hafi endurgreitt að eigin frumkvæði akstursgreiðslur sem hann hafði fengið þegar hann var í þáttagerð fyrir ÍNN. Þingmaðurinn hafi jafnframt viðurkennt að það hefðu verið mistök að leggja inn beiðni um endurgreiðslu fyrir þann akstur. „Hafa ber í huga að akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar eru tvíþættar. Annars vegar samningsbundinn „heimanakstur“, þ.e. akstur frá heimili að þingstað yfir þingtímann, eins og gildir um marga landsbyggðarþingmenn nærri höfuðborgarsvæðinu, gegn því að þeir afsali sér greiðslu húsnæðiskostnaðar, og hins vegar endurgreiðslur fyrir akstur á fundi og viðburði í kjördæmi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár í tengslum við akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. Yfirlýsingin er send út í tilefni af umræðu á þingfundi í gær, 21. maí, þar sem Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, hélt því fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér almannafé og að engin viðbrögð hafi verið í þá átt að setja á fót rannsókn á því. Þannig endurtók Björn Leví nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, samflokksmaður hans, sem siðanefnd Alþingis dæmdi brotlega við siðareglur þingmanna.Sjá einnig: „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Í yfirlýsingunni segir að skrifstofa Alþingis hafi þann 5. desember 2018 skilað greinargerð um þróun og framkvæmd laga og reglna um þingfararkostnað og var hún birt á vef Alþingis. Engar vísbendingar hafi fundist í akstursbók Ásmundar sem vöktu grun um misferli. „Skrifstofan hefur engin gögn sem benda til þess að rangt hafi verið haft við og röngum eða tilhæfulausum reikningum verið skilað inn til endurgreiðslu. Skrifstofan gerir athugasemdir ef skil á gögnum eru ekki í samræmi við gildandi reglur hverju sinni. Þegar þetta tiltekna mál kom til forsætisnefndar í annað sinn gerði skrifstofan á ný athugun á akstursbók Ásmundar en þar var ekkert að finna sem vakti grun um misferli,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé rétt að Ásmundur hafi endurgreitt að eigin frumkvæði akstursgreiðslur sem hann hafði fengið þegar hann var í þáttagerð fyrir ÍNN. Þingmaðurinn hafi jafnframt viðurkennt að það hefðu verið mistök að leggja inn beiðni um endurgreiðslu fyrir þann akstur. „Hafa ber í huga að akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar eru tvíþættar. Annars vegar samningsbundinn „heimanakstur“, þ.e. akstur frá heimili að þingstað yfir þingtímann, eins og gildir um marga landsbyggðarþingmenn nærri höfuðborgarsvæðinu, gegn því að þeir afsali sér greiðslu húsnæðiskostnaðar, og hins vegar endurgreiðslur fyrir akstur á fundi og viðburði í kjördæmi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“