Bayern Munchen er talið hafa bæst í hópinn yfir þau lið sem hafa áhuga að fá danska miðjumanninn Christian Eriksen til liðs við sig.
Eriksen er sagður óánægður hjá Tottenham og er talið að hann yfirgefi félagið í janúarglugganum. Hann er að spila sitt sjötta hjá Tottenham.
Samningur Eriksen við Tottenham rennur út næsta sumar og gætu forráðamenn Lundúnarliðsins freistast til að selja Danann í janúar til þess að fá pening fyrir hann.
Þjóðverjarnir eru sagðir vera búnir að hafa samband við umboðsmann Eriksen um möguleika á Þýskalandsför og er hann talinn áhugasamur.
Eriksen lagði upp sigurmark Dana er liðið vann 1-0 sigur á Sviss í mikilvægum leik í undankeppni EM 2020.
Bayern bætist í baráttuna um Eriksen
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
