Landnámshænur leigðar sumarbústaðaeigendum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2019 19:15 Eitt af helstu markmiðum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna er að standa vörð um landnámshænuna, halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum. Mikill áhugi er á landnámshænum og eru margir, ekki síst sumarbústaðaeigendur, sem leigja sér hænur. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna stóð nýlega fyrir opnu húsi á bænum Húsatóftum í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon tóku á móti gestum og gangandi til að sýna áhugasömum landsnámshænurnar sínar og nýklakta unga. Mikill áhugi er á ræktun landnámshænunnar út um allt land en út á hvað gengur starfsemi Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna? „Hún gengur fyrst og fremst út á að standa vörð um landnámshænuna og halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum“, segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn félagsins. Magnús segir að um tvö hundruð manns séu í félaginu og félagsmönnum sé alltaf að fjölga enda mikill áhugi á íslensku landnámshænunni. En hvað er það við íslensku hænuna sem er svona sérstakt? „Hún er litskrúðug og gæf. Hún er öðruvísi heldur en stóru framleiðslustofnanir, sem eru einsleitari og þaulræktaðir, það er svolítið meiri fjölbreytni í þessum hænum“. Magnús Ingimarsson, sem er ritari Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna. Hann býr á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Valgerður og Guðjón á Húsatóftum eru með um 100 landnámshænur, sem þau hugsa vel um. „Svo hef ég verið að leigja hænur, sem fólk hefur farið með í sumarbústaðinn yfir sumar og skilar þeim svo á haustin, það hefur verið heilmikil ánægja með það. Oftast er hani líka, það er bara misjafnt eftir fólki hvað það kærir sig um. Við leigjum hænur ekki út yfir vetrartímann, þá kaupir fólk sér frekar hænur. Ef það ætlar að vera með yfir allt árið þá þýðir ekkert að vera að leigja þær“, segir Valgerður. Margir hafa mikinn áhuga á ræktun íslensku landnámshænunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira
Eitt af helstu markmiðum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna er að standa vörð um landnámshænuna, halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum. Mikill áhugi er á landnámshænum og eru margir, ekki síst sumarbústaðaeigendur, sem leigja sér hænur. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna stóð nýlega fyrir opnu húsi á bænum Húsatóftum í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon tóku á móti gestum og gangandi til að sýna áhugasömum landsnámshænurnar sínar og nýklakta unga. Mikill áhugi er á ræktun landnámshænunnar út um allt land en út á hvað gengur starfsemi Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna? „Hún gengur fyrst og fremst út á að standa vörð um landnámshænuna og halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum“, segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn félagsins. Magnús segir að um tvö hundruð manns séu í félaginu og félagsmönnum sé alltaf að fjölga enda mikill áhugi á íslensku landnámshænunni. En hvað er það við íslensku hænuna sem er svona sérstakt? „Hún er litskrúðug og gæf. Hún er öðruvísi heldur en stóru framleiðslustofnanir, sem eru einsleitari og þaulræktaðir, það er svolítið meiri fjölbreytni í þessum hænum“. Magnús Ingimarsson, sem er ritari Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna. Hann býr á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Valgerður og Guðjón á Húsatóftum eru með um 100 landnámshænur, sem þau hugsa vel um. „Svo hef ég verið að leigja hænur, sem fólk hefur farið með í sumarbústaðinn yfir sumar og skilar þeim svo á haustin, það hefur verið heilmikil ánægja með það. Oftast er hani líka, það er bara misjafnt eftir fólki hvað það kærir sig um. Við leigjum hænur ekki út yfir vetrartímann, þá kaupir fólk sér frekar hænur. Ef það ætlar að vera með yfir allt árið þá þýðir ekkert að vera að leigja þær“, segir Valgerður. Margir hafa mikinn áhuga á ræktun íslensku landnámshænunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira